is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42639

Titill: 
  • Samþættum íslensku við allar námsgreinar : könnun á orðskilningi nemenda á samsettum orðum úr kennslubókum í samfélagsgreinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta B.Ed.-verkefni fjallar um orðskilning nemenda í 9. bekk á samsettum orðum úr kennslubókum í samfélagsgreinum. Lögð var fyrir könnun í grunnskólum í öllum landshlutum, þar sem spurt var út í þekkingu nemenda á völdum orðum. Markmiðið var að fá innsýn í orðskilning nemenda og skoða í tengslum við læsi og í samanburði við aðrar kannanir. Í fræðilega kaflanum er fjallað um læsi, læsi samfélagsgreina, orðaforða, námsorðaforða í kennslubókum og kennslu orðaforða. Auk þess eru skoðuð tengsl framangreindra þátta við hvern annan. Í áðurnefndri rannsókn var lögð áhersla á þekkingu á samsettum orðum sem talin voru eftir tíðni úr kennslubókum og lagt fyrir nemendur til þess að kanna orðskilning þeirra á orðaforðanum. Þar svöruðu nemendur í 9. bekk víðsvegar um land, krossaspurningum í bland ritunarspurningar til útskýringar á hverju orði fyrir sig. Niðurstöður könnunarinnar voru sambærilegar niðurstöðum annara kannana sem og niðurstöður eftir landsvæðum. Þar sem það kom í ljós að orðskilningur nemenda á orðunum sem tekin voru fyrir var nokkuð óburðugur í öllum landshlutum. Að auki liggur fyrir að samsett orð í kennslubókum þurfa að vera útskýrð og samþætting samfélagsgreina við íslensku gæti verið lykilatriðið. Jafnframt gæti samræmdur námsorðaforði kennslubókahöfunda nýst við orðskilning nemenda og bætt inntak námsefnisins.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samþættum íslensku við allar námsgreinar HRG og HÁ.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_HRG_HA.jpeg96.47 kBLokaðurYfirlýsingJPG