is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42641

Titill: 
  • Áhrif meðfæddra eiginleika á styrk og stækkun vöðva
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Því verður ekki neitað að regluleg hreyfing er mikilvægur partur af heilbrigðu lífi einstaklinga og eru margir sem stunda reglulega styrktarþjálfun í von um að auka vöðvamassa og styrk. Til er fjöldinn allur af mismunandi útfærslum af styrktarþjálfun og getur það farið eftir ýmsum þáttum, jafnvel meðfæddum, hversu mikinn ávinning má uppskera með þjálfuninni. Tilgangur þessarar ritgerðar var að kanna hvernig meðfæddir eiginleikar hafa áhrif á getu einstaklings til þess að byggja upp vöðva og/eða styrk. Rannsóknir á viðfangsefninu leiddu í ljós að einstaklingar sem voru með ákveðið háa líkamshæð, ákveðna beinalengd, útlimalengd, bollengd og ummál brjóstkassa voru með mestan vöðvastyrk og íþróttamannslega getu í hinum ýmsu æfingum. Jafnframt kom fram að því meira hlutfall og stærð af vöðvaþráðum týpu II sem einstaklingur er með, því sterkari geta þeir orðið. Mögulegt er að hafa áhrif á ákveðna líkamlega eiginleika með þjálfun og ber þá helst að nefna ummál ákveðinna líkamshluta og samsetningu vöðvaþráða einstaklings sem gætu skekkt niðurstöður sumra rannsókna. Rannsóknarbreytur (t.d. fjöldi þátttakenda og þjálfunarástand) og aðferðir þeirra rannsókna sem teknar voru fyrir voru mjög ólíkar sem dregur mögulega marktækni þeirra í efa með tilliti til þessarar ritgerðar. Áhugavert væri að framkvæma fjölmenna samanburðarrannsókn með óþjálfuðum og vel þjálfuðum einstaklingum og mæla einungis líkamlega eiginleika sem ekki hægt er að hafa áhrif á með þjálfun svo hægt væri að fá skýrari svör.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif meðfæddra eiginleika - Lokaverkefni BS.pdf426.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_24.04.2022.pdf173.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF