is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42642

Titill: 
  • Skemmtilæsi : rannsókn á námsspilinu Skemmtilæsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með námspilinu Skemmtilæsi er að þjálfa ákveðna undirstöðufærni lestrar í gegnum leik. Þessari rannsókn var ætlað að skoða hvort og hversu vel tókst að uppfylla áðurnefndar væntingar með því að fylgjast með nemendum spila mismunandi þætti Skemmtilæsis og spyrja kennara sem tóku þátt í rannsókninni álits.
    Þeir undirstöðuþættir sem Skemmtilæsi á að þjálfa er hljóðkerfisvitund, hljóðavitund og lesskilningur. Mikilvægt er að ná fullkomnum tökum á umskráningu sem fyrst því með tímanum verður námsefnið sífellt erfiðari og er lestur grunnur alls náms.
    Meginniðurstöðurnar voru þær að námsspilið Skemmtilæsi sé til þess fallið að efla áhugann á lestri, dýpka aðeins skilninginn, er mjög auðvelt í notkun og er þægilegt að grípa í spilið þegar þjálfa þarf meiri leikni í þeim undirstöðuþáttum sem Skemmtilæsi. Þetta spil hentar þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri s.s. skólahóp í leikskóla og fyrir nemendur í fyrsta bekk, það er einnig hægt að nota í sérkennslu fyrir nemendur sem eru með lestrarvanda.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmtilæsi lokaeintak.pdf5.54 MBLokaður til...06.06.2032HeildartextiPDF
skemman_yfirlysing_Hrafnhildur.pdf428.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF