is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42644

Titill: 
  • Nærumhverfið sem uppspretta málörvunar ungra barna : greinargerð með námsefni
  • Titill er á ensku Using the local environment to promote young children´s vocabulary
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni mitt samanstendur af greinargerð og umræðuspjöldum sem ætluð eru fyrir leikskólakennara til að fjalla um með eins til fimm ára börnum. Markmið verkefnisins er tvíþætt og tengist annars vegar því að læra af og um nærumhverfið og hins vegar að ýta undir orðaforða og skilning barna á orðum og hugtökum sem tengjast nærumhverfinu. Ég sé þetta fyrir mér sem ólíkar greinar á sama vafningsvið sem vaxa saman og styrkja hvor aðra. Að nota nærumhverfið sem uppsprettu málörvunar veitir tækifæri til að kynnast nýjum orðum og fyrirbærum í því náttúrulega og skapandi umhverfi sem útisvæði geta verið. Með því að fá reynslu af þeim fyrirbærum sem hugtökin fjalla um þá er auðveldara fyrir ung börn að átta sig á merkingu þeirra. Rannsóknarspurningin sem leitað er svara við er eftirfarandi: Hvernig má nota nærumhverfið til að ýta undir nám og auka orðaforða eins til fimm ára leikskólabarna?
    Í greinargerðinni er fjallað um stefnumörkun yfirvalda varðandi nýtingu á nærumhverfinu í námi barna, um læsi barna og málörvun, og um hvernig umhverfi leikskóla gæti ýtt undir nám barna og hvernig það tengist menntun til sjálfbærni. Fjallað er um kenningar sem byggja á gildi reynslunnar fyrir nám barna. Síðan er farið yfir mikilvægi umræðu og um stuðning þeirra sem eru þroskaðri fyrir nám barna. Þá er fjallað um umræðuspjöldin og skipulag þeirra.
    Í námsefninu, þ.e. umræðuspjöldunum, sem búin voru til og í þessari greinagerð er leitast við að svara rannsóknarspurningunni. Á spjöldunum eru kynnt verkefni og athuganir sem geta ýtt undir nám barna í nærumhverfinu, efni sem leikskólakennarar geta rætt við börnin og hugmyndir að orðum/hugtökum til að kynna fyrir þeim. Umræðuspjöldin eru skipulögð út frá fjórum flokkum; markmið, verkefni, viðfangsefni og orð/hugtök. Þeim er ætlað að auðvelda leikskólakennurum að nota nærumhverfið í námi barna.
    Ég tel að námsefnið sem ég bjó til, umræðuspjöldin, geti ýtt undir áhuga og getu leikskólakennara til að nota nærumhverfi leikskólans í námi barna. Efnið gæti auðveldað leikskólakennurum að ýta undir reynslu og nám barna varðandi það sem finna má úti á leikskólalóðinni eða í umhverfi hennar.

  • Útdráttur er á ensku

    My project consists of a report and discussion cards which are to be used by preschool teachers when working with one to five year old children. The aim of the project is twofold and is related to, on the one hand, learning from and about the local environment, and on the other hand, to promote children's vocabulary and children's understanding of words and concepts related to the local environment. I visualize this as two branches of an ivy that grow together and make each other stronger. To use the local environment in order to support learning creates opportunity to get to know new words and phenomena in the natural and creative environment that outside areas of preschools can be. By experiencing the phenomena that the words describe, it becomes easier for young children to realize the meaning behind them. The research question is as follows: How can the local environment be used to encourage learning and increase vocabulary for one to five year old preschool children?
    The thesis discusses the official policy about using the local environment in children´s learning, about literacy and language stimulation, also about how the local environment could contribute to children´s learning and about how it relates to sustainability education. It also discusses theories on the value of children´s experience for their learning as well as the importance of the discussion and the support of those that are more mature for children´s learning. Finally, it discusses the teaching material and its organisation.
    The teaching material, i.e. the discussion cards, that were created and this thesis seek to answer my research question. The cards introduce tasks that can encourage children´s learning in the local environment, topics that preschool teachers can discuss with the children and word/concept to introduce to them. The discussion cards are organised in four categories; aims, tasks, topics and words/concepts. They are intended to facilitate the preschool teachers to use the local environment in children´s learning.
    I believe that the teaching material, I created, the discussion cards, can increase the interest and competence of preschool teachers to use the local environment in children´s learning. The material can facilitate preschool teachers to encourage children´s experience and learning about the things that can be found in the school grounds or in its surroundings.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing lokaverkefnis_Hulda Kristín.pdf198.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
HuldaKristin_Útispjöld.pdf13.19 MBLokaður til...01.06.2050Útispjöld - NámsefniPDF
HuldaKristin_Greinargerð.pdf430.01 kBLokaður til...01.06.2050GreinargerðPDF