is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42645

Titill: 
  • Könnunaraðferðin sem leið til þess að styðja við lýðræði og vellíðan barna í nútímasamfélagi leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig hægt er að styðja við lýðræði og vellíðan barna í nútímasamfélagi með könnunaraðferðina að leiðarljósi. Fjallað er um lýðræði í leikskólastarfi, vellíðan barna og mikilvægi þess að veita þeim umhyggju í daglegu starfi í leikskóla þannig að styðja megi við öryggistilfinningu þeirra. Þar er tekið mið af fjölbreyttum menningarlegum bakgrunni barna. Auk þess verður greint frá markmiðum könnunaraðferðarinnar og hvernig megi nýta hana í leikskólastarfi í breyttu nútímasamfélagi. Tilgangurinn er að koma til móts við fjölbreyttan barnahóp þar sem áhersla er á að auka upplýsingagjöf, fræðslu og skilning á bakgrunni hvers og eins. Gagnaöflunin byggir á fræðilegum heimildum og þeim lærdómi sem hefur átt sér stað síðustu ár og við vinnslu B.Ed. lokaverkefnisins. Sú upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að með því að skapa öruggt umhverfi fyrir börn í leikskólanum þar sem þeim líður vel og þau fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós, eykur það líkur á að nám þeirra skili persónulegum framförum. Könnunaraðferðin styður við nám barna þar sem hún byggir á áhuga þeirra, fyrri reynslu og þekkingu og því getur hún stutt við menntun barna með fjölbreyttan bakgrunn.

Samþykkt: 
  • 23.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed.Ritgerð.pdf604,32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1,88 MBLokaðurYfirlýsingPDF