Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42649
Í gegnum starf okkar í leikskóla og nám okkar í leikskólakennarafræði fengu höfundar innsýn í hversu árangursríkt það er að efla málþroska barna á leikskólaaldri. Farnar eru alls kyns leiðir í slíkri málörvun en sjaldan er farin sú leið að nota tónlist til að styðja við máltöku barna í leikskólum á markvissan máta. Fæst börn gera sér grein fyrir því að bak við sönglög standa textar sem hafa ákveðna sögu að segja. Þessari greinagerð fylgir kennsluefni þar sem unnið er með átta sönglög til máleflingar. Kennsluefni höfunda snýr að því að flétta saman þessum tveimur viðfangsefnum. Það býður upp á verkefnavinnu í sambandi við orðaforða, rími, tilfinningum og heimspekilegri samræðu. Kennsluefnið er að því leyti mjög hentugt og aðgengilegt öllu starfsfólki í leikskóla en hægt er að grípa í það í samverustundum og hópastarfi. Útgangspunktur kennsluefnisins er því: Hvernig er hægt að auka málþroska barna í gegnum tónlist.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tónlist-er-barnsins-leikur-Greinagerð (1).pdf | 392,16 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Tónlist-er-barnsins-leikur-Kennsluefni.pdf | 481,18 kB | Lokaður til...08.05.2027 | Kennsluefni | ||
Yfirlýsing.pdf | 223,68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |