Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42650
Þessi greinargerð og meðfylgjandi verkefnasafn er lokaverkefni okkar til B.Ed- prófs í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands í júní 2022. Verkefnið skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða greinargerð sem inniheldur fræðilegar kenningar sem styðja við hugmyndir um nám og þroska barna. Þeir fræðimenn sem fjallað er um hafa allir sett svip sinn á menntun og þroska barna í leikskólum um allan heim. Farið er yfir rannsóknir á hlutverki kennara í náttúrufræðinámi barna og upplifun barna. Verkefnasafnið inniheldur 24 verkefni, sem nýta má í leikskólastarfi bæði inni og í útiveru með leikskólabörnum og tengist náttúrufræði. Hugmyndir að verkefnum í verkefnasafninu hafa höfundar unnið með á sínum vinnustöðum og þróað þau með því markmiði að þau nýtist í námi barna. Verkefnin eru sett upp á þann hátt að þau séu einföld í vinnslu, kennarar þurfa ekki að hafa neina sérstaka reynslu af náttúrufræði eða náttúrufræðikennslu til að geta unnið verkefnin með börnum. Vonumst við til þess að verkefnasafnið nýtist öllum sem langar að læra meira um náttúruna og nýta það til að vinna með börnum í sínu nánasta umhverfi. Þau verkefni sem fylgja þessari greinargerð eru öll byggð upp þannig að auðvelt er að vinna þau. Öll innihalda verkefnin markmið sem unnið er eftir, undirbúning sem nýtist kennurum, árstíð sem hentar best fyrir hvert verkefni og komið er með tillögu að úrvinnslu í lok hvers verkefnis. Öll verkefni innihalda lýsingu á verkefni eða vettvangsferð sem farið er í. Í verkefnum er meðal annars unnið með náttúrulegan efnivið á borð við köngla, greinar og plöntur. Einnig er unnið með dýr eins og fugla, skordýr og húsdýr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 186,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Greinargerð skila.pdf | 190,78 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Lokaverkefnið skila.pdf | 2,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |