is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42662

Titill: 
  • Hvernig má stuðla að betri upplifun nemenda í stærðfræðinámi? : skapandi stærðfræðinám og áskoranir í stærðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stærðfræði er afgerandi óvinsælt fag og hafa rannsóknir sýnt fram á að meirihluti nemenda lýsa yfir neikvæðri upplifun gagnvart stærðfræðinámi og jafnvel stærðfræðikvíða. Mikil áhersla hefur verið á utanbókarlærdóm og próftöku í stærðfræði sem hefur m.a. leitt til þess að nemendum leiðist stærðfræði og minnkar það möguleika á djúpum skilningi á efninu. Rangar áherslur og ranghugmyndir um stærðfærði geta leitt til festuhugarfars sem er mjög hamlandi í námi. Þar af leiðandi verður fjallað um hvernig stuðla má að betri upplifun nemenda af stærðfræðinámi. Rannsóknir sýna fram á að sköpun skipar mikilvægu hlutverki í stærðfræðinámi barna og er það í raun það sem stærðfræði snýst um. Mikilvægt er að skapa jákvætt stærðfræði umhverfi þar sem nemendur eru óhræddir við að tjá sig og taka þátt. Sköpun í stærðfræðiumhverfi ýtir undir vaxtarhugarfar, en slíkt hugarfar er mikilvægt til þess að ná árangri í námi og eykur þrautseigju og ánægju nemenda af námi. Hlutverk kennara skiptir miklu máli þegar kemur að upplifun nemenda af stærðfræði og hefur hugarfar og viðhorf kennara auk þess mikil áhrif á gæði stærðfræðikennslu. Að lokum er greint frá hvernig hægt er að auka sköpun og bæta upplifun nemenda með því að leyfa þeim að tjá sig um stærðfræði, notast við opin dæmi og sýna fram á mikilvægi þess að gera mistök í stærðfræði auk notkunar leiðsagnarmats.

Samþykkt: 
  • 24.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42662


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Betri upplifun af stærðfræðinámi-B.ed.pdf424.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf192.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF