Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42665
Í þessari heimildaritgerð er skoðað hvernig kynjaskipting er á heimilisstörfum út frá fræðilegu sjónarhorni mótunarhyggjunnar. Eins verður farið í hvernig tímarnir hafa breyst á síðustu árum og hvernig verkskiptingu er hagað inná heimilum gagnkynhneigðra parasambanda. Markmið ritgerðarinnar er að auka skilning á því kynjamisrétti sem ennþá er í Íslenskum samfélögum þegar kemur að heimilishaldi og umönnun barna. Eftirfarandi spurningar eru lagðar upp; hvernig eru vaktirnar þrjár kynjaðar og hvaða birtingarmynd hefur það á konur? Hvernig hafa hugmyndir um móður- og föðurhlutverkið breyst frá byrjun 20. aldar til dagsins í dag út frá kynjahugmyndum um ábyrgð heimilis? Hvaða kynjamunur er á heimilisstörfum og umönnun barna meðal gagnkynhneigðra foreldra? Hvað er hugræn byrgði og hvaða áhrif hefur hún á mæður?
Svara er leitað með því að rýna í skrif fræðimanna sem hafa rannsakað og skrifað um málefnið. Niðurstöðurnar eru þær að flest vinna sem fer fram innan veggja heimilisins er mest unnin af konum, er hún launalaus og ósýnileg að mörgu leiti. Konur sjá meira um hugrænu byrðina, heimilisstörfin og umönnun barnanna. Margt hefur hins vegar breyst á síðustu áratugum og eru feður farnir að koma í mun meira mæli inná heimilið líkt og mæður eru farnar að fara í mun meira mæli út á vinnumarkaðinn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerð-Kristjana_Ósk.pdf | 387.08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing-Kristjana_ósk.pdf | 25.21 kB | Lokaður | Yfirlýsing |