is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42668

Titill: 
  • Opinn efniviður á útisvæðum leikskóla : hvað getum við gert til að styðja við áframhaldandi og aukna notkun opins efniviðar á útisvæðum leikskóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed.-prófs í Leikskólakennarafræðum á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að auka skilning á mikilvægi opins efniviðar á útisvæðum leikskóla og hvaða áhrif hann hefur á börn. Við störfum bæði á leikskóla
    og höfum mikinn áhuga á útinámi barna. Ástæðan fyrir að þetta viðfangsefni varð fyrir valinu er vegna þess hve áberandi það er, að okkar mati, að fáir íslenskir leikskólar notast við opinn efnivið á útisvæðum og langaði okkur að vita ástæðuna fyrir því.
    Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða áhrif hefur opinn efniviður á útileik barna og hvar stendur opinn efniviður í lögum og reglum leikskóla? Aflað var upplýsinga úr tímaritum, bókum, skýrslum, lögum og reglugerðum. Einblínt var á útisvæði leikskóla, opinn efnivið, leik barna og lög og reglugerðir varðandi útisvæði leikskóla. Einnig kemur fram hve mikilvægur opinn efniviður er fyrir börn og hvaða áhrif hann hefur á þau. Helstu niðurstöður eru þær að opinn efniviður hefur jákvæð áhrif á börn og ætti að leggja meiri áherslu á að þau hafi aðgang að honum utandyra. Það kom í ljós að opinn efniviður býr í hálfgerðri þögn í lögum og reglum varðandi leikskóla og útisvæði þeirra, sem skapar óöruggi í starfsmannhópnum, ekki síður hjá stjórnendum. Í þessu lokaverkefni er leitast eftir að fá skýringu á því hvernig litið er á opinn efnivið með tilliti til notkunar og öryggis.

Samþykkt: 
  • 25.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Opinn efniviður á útisvæðum leikskóla.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-Stephen-og-Lilja.pdf76 kBLokaðurYfirlýsingPDF