Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4267
Viðfangsefni verkefnisins er að fjalla um árangurstengd laun, hvatann sem veldur því að slíkir samningar eru gerðir ásamt því að skoða bæði kosti og galla við gerð slíkra samninga.
Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvort fyrirtæki sem greiða stjórnendum árangurstengingu skil betri arðsemi á eigin fé en þau fyrirtæki sem greiða stjórnendum hana ekki. Fjallað er um þau hugtök og fræði sem liggja að baki því hvernig unnt sé að hvetja stjórnendur til dáða. Í rannsókninni er stuðst við eigindlega aðferðafræði þar sem fyrirliggjandi gögn voru greind.
Rannsóknarspurning verkefnisins er eftirfarandi: skila fyrirtæki sem greiða stjórnendum sínum árangurstengd laun betri arðsemi á eigin fé en fyrirtæki sem gera það ekki.
Til að svara rannsóknarspurningunni var framkvæmd úttekt á 50 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2007. Stuðst var við greiningu Frjálsar Verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins það árið. Ársreikningar fyrirtækjanna voru skoðaðir frá árinu 2002 til ársins 2007.
Helstu niðurstöður sýna að fyrirtæki sem greiða árangurstengd laun sýna ekki betri arðsemi á eigin fé umfram þau fyrirtæki sem gera það ekki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
3039_fixed.pdf | 622.87 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |