is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42673

Titill: 
  • Félagasamtök fyrir fólk með geðfötlun : framboð og áherslur í starfi í ljósi mannréttindanálgunar : greinargerð og upplýsingabæklingur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er sjónum beint að félagslegum stuðningi fyrir fólk með geðraskanir. Markmiðið er þríþætt. Í fyrsta lagi að kortleggja þá þjónustu sem sjálfstætt starfandi félagasamtök bjóða fólki með geðröskun og útbúa bækling. Í öðru lagi að vekja athygli þroskaþjálfa á þessu starfssviði, þ.e. að starfa með fólki með geðröskun og í þriðja lagi að varpa ljósi á það hvers vegna fagþekking þroskaþjálfa nýtist vel í starfi með fólki með geðröskun. Rannsóknarspurningar sem hafðar voru að leiðarljósi við vinnslu verkefnisins eru þrjár:
    • Hvaða samtök eru til á höfuðborgasvæði og hvaða þjónustu veita þau?
    • Hvernig stuðlar þjónustan að þátttöku einstaklinga í samfélaginu?
    • Hvernig getur sérþekking þroskajálfa nýst í þessu starfi?
    Verkefnið er tvíþætt og felur annars vegar í sér fræðilegan hluta og hins vegar bækling. Í fræðilega hlutanum er yfirsýn og greining á tiltækri þjónustu. Í bæklingnum má finna yfirlit yfir félög og samanburð á starfi þeirra við starfkenningu þroskaþjálfa. Þjónusta við fólk með geðröskun hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina og á undanförnum árum hefur meiri áhersla verið lögð á að byggja þjónustuna á grundvelli mannréttinda með áherslu á sjálfstætt líf, valdeflingu og virðingu. Þrátt fyrir það lendir fólk með geðraskanir stundum í erfiðleikum á meðan það leitar að opinberri aðstoð. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að félögin eru mörg og starf þeirra svo fjölbreytt.
    Hugmyndafræðin sem þroskaþjálfar starfa eftir á vel við í vinnu með fólk með geðröskun þó svo að ekki séu margir starfandi þroskaþjálfar á þessu sviði. Starf þroskaþjálfa felur í sér hæfni og þekkingu sem geta haft jákvæð áhrif á líf fólks með geðraskanir. Á höfuðborgarsvæðinu er fjöldi félagasamtaka og klúbba sem bjóða fólki með geðraskanir ráðgjöf og stuðning og byggir sú ráðgjöf meðal annars á mannréttindum og hugmyndafræði um valdeflingu.

Samþykkt: 
  • 25.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf147.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MYL lokaverkefni BA Félagasamtök fyrir fólk með geðfötlun.pdf342.63 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
MYL BA Bæklingur um félagasamtök fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu.pdf1.35 MBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna