Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42674
Margt bendir til að almenn kynfræðsla fyrir ungmenni á Íslandi sé af skornum skammti og óljóst hvar ramminn utanum fræðsluna liggur. Mikil áhersla er lögð á líffræðilegt kynheilbrigði og forvarnir og virðast aðrir þættir sem tilheyra kynfræðslu því falla í skuggann. Enn fremur býðst fötluðum ungmennum og ungmennum með þroskahömlun sáralítil eða jafnvel engin kynfræðsla í skólum. Samfélagið lítur á fatlað fólk sem eilíf börn og ekki sem kynverur sem hefur áhrif á aðgengi þeirra að viðeigandi kynfræðslu. Þetta lokaverkefni er tvíþætt og felur það annars vegar í sér vefsíðu og hins vegar fræðilega greinagerð. Vefsíðan inniheldur fróðleik á auðskildu máli um ýmislegt tengt kynlífi, kynverund og samskiptum og er sérstaklega hönnuð með fötluð ungmenni og ungmenni með þroskahömlun í huga. Vefsíðan getur þó gagnast öllum sem á einn eða annan hátt vilja auka þekkingu sína á kynfræðslu. Greinagerðinni er ætlað að varpa ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna og ungmenna með þroskahömlun þegar kemur að kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Henni er einnig ætlað að gera grein fyrir fræðilegum undirstöðum vefsíðunnar og undirstrika mikilvægi þess að allir fá að njóta kynfræðslu. Kynfræðsla er mikilvæg og stuðlar að kynheilbrigði og jákvæðum kynlífsháttum og því er nauðsynlegt að útiloka ekki fatlað fólk frá umræðunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing - lokaverkefni.pdf | 1.2 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Vefsíðan Kynlíf fyrir alla - skjáskot.pdf | 1.5 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
B.A.-verkefni-María-Dögg-og-Sunna-Þórey-3.pdf | 390.78 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |