is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42679

Titill: 
  • Henta allar bækur í samræðulestur? : val á bókum fyrir 2-3 ára börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um samræðulestur með 2-3 ára börnum þar sem höfundur leitar svara við því hvort að allar bækur henti til notkunar þessarar aðferðar. Í upphafi er fjallað lítillega um málþroska og máltöku barna þar sem hljóð, orðaforði og tjáning er sérstaklega tekið fyrir. Í kjölfarið er fjallað um málörvun í leikskóla og mikilvægi þess. Leikskólakennarar spila stórt hlutverk í málörvun og því er fjallað nánar um það sem og hlutverk barnabóka í leikskólum og hvernig þær tengjast málörvun. Því næst er tekin saman ítarleg umfjöllun um samræðulestur en það er aðferð sem er notuð við lestur með börnum. Börnin eru þátttakendur í lestrarstundinni og öðlast með tímanum færni í að vera betri sögumenn ásamt því að efla orðaforða sinn. Svo er farið yfir kosti samræðulesturs, hvað skuli hafa í huga þegar barnabók er valin þegar nota skal aðferðina og hvernig skuli beita henni með börnum sem eru 2-3 ára gömul. Í lokin fjallar höfundur um fjórar vinsælar barnabækur og ber þær saman til að sjá hvort að þær henti samræðulestri. Höfundur fer yfir boðskap bókanna, persónur og samspil mynda og texta. Niðurstaða höfundar er tvíþætt. Annars vegar komst höfundur að því að allar bækur henta í samræðulestri með 2-3 ára börnum, svo lengi sem þær eru valdar með tiltekinn aldur í huga. Hins vegar er það undirbúningur hins fullorðna sem skiptir gríðarlega miklu máli og til þess að fá sem mest út úr aðferð samræðulesturs þarf hinn fullorðni að kynnast bókunum vel áður en hafist er handa.

Samþykkt: 
  • 26.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. ritgerð - Pálína Ósk.pdf920.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - B.Ed..pdf427.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF