Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42681
Í þessu lokaverkefni eru útfærðar málörvunarstundir fyrir fjölbreyttan hóp fjögra og fimm ára barna, stundir sem telja má til gæðamálörvunar. Ég flétta saman Orðaspjallsaðferðinni og niðurstöðum íslenskra rannsókna á máltöku barna og styðst jafnframt við niðurstöður aldurstengdra skimana barnanna. Orðaforðalisti er ítarlegur listi yfir hugtök orða úr grunnorðaforðanum (Tier 1) sem ég styðst einnig við. Með þessum verkfærum set ég saman gæða málörvunarstundir annars vegar fyrir fjögra ára gömul börn og hins vegar fjögra og fimm ára gömul börn. Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á ólíka vinnu, sniðna að fjölbreyttum barnahóp með sömu sögubókina um Búkollu og hvernig hægt er að nýta niðurstöður aldurstengdra skimana til að undirbúa sögustund sem gæðamálörvunarstund. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig nota má Orðaspjall til að efla orðaforða og málfræði hjá fjölbreyttum hópi fjögra og fimm ára barna? Niðurstöður þátttöku barnanna úr EFI-2 og HLJÓM-2 eru nýttar til að búa til tvo málörvunarhópa sem þurfa svipaða málörvun hvað varðar orðaforða, skilning, málfræði og í hljóðkerfis- og málvitund. Helstu niðurstöður eru að aldurstengdar skimanir eru vel til þess fallnar til að styðjast við þegar verið er að undirbúa málörvunarstundir. Orðaforðalisti nýtist vel við val á orðum og íslenskar rannsóknir á máltöku barna eru án efa grundvöllur undir góða undirbúningsvinnu málörvunarstunda sem teljast má til gæðamálörvunarstunda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvernig nota má Orðaspjall til að efla orðaforða og málfræði - Regína L Aðalsteinsdóttir.pdf | 591,97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf | 191,21 kB | Lokaður | Yfirlýsing |