is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42684

Titill: 
  • Bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessu verkefni er að vekja athygli á hindrunum sem fatlaðir einstaklingar þurfa að glíma við á hverjum einasta degi þegar á við um aðgengi að byggingum og leitað verður svara við rannsóknarspurningunni: Hvaða þættir hafa áhrif á slæmt aðgengi á Íslandi og hvað getum við gert til þess að breyta þeim?
    Í verkefninu verður farið yfir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og skoðuð birtingamynd aðgengis fyrir fatlaða einstaklinga í honum. Einnig verður fjallað um algilda hönnun. Að auki var tekið viðtal til að fá upplýsingar um sjónarhorn einstaklings sem stendur fyrir verkefninu Römpum upp Reykjavík. Markmiðið með viðtalinu er að kafa dýpra í þeirra mikilvæga verkefni, lærdóminn af því frábæra verkefni og ástæðurnar á bakvið það. Áhersla verður lögð á hvernig viðhorf einstaklinga í okkar samfélagi hefur áhrif á aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Með verkefninu Römpum upp Reykjavík hefur verið tekið stórt skref í aðgengismálum fyrir fatlaða einstaklinga hér á landi.
    Með þessu lokaverkefni er ætlunin að skoða hvaða þættir hafa áhrif á slæmt aðgengi þannig að hægt sé að bregðast við með markvissari hætti. Þegar litið er á niðurstöðurnar er ljóst að kostnaður, hugsunarleysi og viðhorf einstaklinga spila stórt hlutverk þegar aðgengismál eru annars vegar.

Samþykkt: 
  • 29.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga á Íslandi.pdf267.14 kBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf152.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF