is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42685

Titill: 
 • „Það er svona þegar maður er að skipta um svona eins og snákar“ : hversdagshugmyndir nemenda um hamskipti og leysni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á hversdagshugmyndum nemenda í náttúrufræði
  hérlendis en þó ekki á hversdagshugmyndum nemanda um efnabreytingar. Því var þetta
  kjörið tækifæri til að skoða þessar hugmyndir nemenda þá sérstaklega um hamskipti og
  leysni. Þær hugmyndir voru svo bornar saman við fyrri rannsóknir, á milli mismunandi
  aldurshópa og við náttúrufræðilegar útskýringar hverrar spurningar.
  Í rannsókninni var notast við eigindlegt aðferðasnið þar sem tekin voru hópviðtöl við sex
  hópa, þrjá hópa á unglingastigi og þrjá á yngsta stigi í grunnskóla. Í hverju viðtali voru
  framkvæmdar tilraunir með nemendum og spurt út í þær. Niðurstöður eru að stærsta hluta í
  samræmi við fyrri rannsóknir og þær sýna að eldri hópurinn hafi betri þekkingu á
  viðfangsefninu. Niðurstöður sýna þó að þekking viðmælenda á þessum hugtökum sé á
  köflum ábótavant og stundum megi sjá mikinn misskilning. Tilraunirnar hjálpuðu báðum
  hópum að mynda svör og að fá einhverskonar hugmynd um það sem var í gangi fyrir framan
  þau.
  Niðurstöður sýna líka að eldri nemendur hafi yfirborðsskilning á hugtökunum, þeir skilja
  hugtökin en geta hins vegar ekki beitt þekkingu sinni þegar á reynir. Dagleg reynsla hafði
  mun meiri áhrif á yngri nemendurna sbr. niðurstöðum rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar
  þýða að það þurfi að efla vægi verklegrar kennslu í grunnskólum til þess að tengja námið við
  reynslu af fyrirbærunum og þannig bæta skilning nemenda á hugtökunum.

Samþykkt: 
 • 29.8.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/42685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing_RP_OBO.pdf199.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefnið_RP_OBO.pdf605.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna