is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4269

Titill: 
  • HIV og alnæmi. Umfjöllun prentmiðla, fordómar og félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lítið sem ekkert hefur verið rannsakað hvernig íslenskir prentmiðlar hafa fjallað um HIV/alnæmi frá upphafi vega. Tilgangur þessarrar heimildaritgerðar var því að öðlast betri innsýn inn í þróun orðræðunnar og hvort hún hafi með tímanum leitt til aukins skilnings og minni fordóma í samfélaginu. Einnig voru skoðuð helstu einkenni eigin fordóma meðal HIV-jákvæðra og hvaða félagslegu þættir geta haft áhrif á líðan þeirra. Jafnframt var kannað hvernig störf félagsráðgjafa geta skipt máli í lífi HIV-jákvæðra.
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að prentmiðlar hafa reynst vel í miðlun upplýsinga um starf einstaklinga, samtaka og hins opinbera í málefnum HIV/alnæmis. Sýnileiki umræðunnar í byrjun 21. aldar hafði hins vegar minnkað. Félagslegir þættir eins og kynhneigð, aldur og fjárhagsleg staða virtist hafa áhrif á eigin fordóma. Einkenni eins og þunglyndi, félagsleg einangrun og sjálfsvígshugleiðingar voru algengari hjá HIV-jákvæðum hommum en gagnkynhneigðum HIV-neikvæðum. Sérhæfð þekking og starfsreynsla félagsráðgjafa á þessu sviði virtist skipta miklu máli og störf þeirra eins og áfalla- og kreppuvinna, upplýsingagjöf og hópavinna geta aukið lífsgæði fólksins. Efling náms í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands á sviði HIV/alnæmis gæti stuðlað að aukinni þekkingu, betri þjónustu fyrir HIV-jákvæða og að auknum rannsóknum á sviðinu.

Samþykkt: 
  • 12.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirfarin_fixed.pdf573.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna