is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42690

Titill: 
  • Einstaklingsmiðuð áætlanagerð : samvinna þroskaþjálfa, forráðamanna og nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Starfsábyrgð þroskaþjálfa er starfa í grunnskólum felur meðal annars í sér réttindagæslu fyrir þá nemendur sem þeir vinna með. Öll börn eiga rétt á því að láta skoðanir sínar í ljós um mál sem þau varða og að tekið sé mark á þeim. Við gerð einstaklingsáætlunar er mikilvægt að þroskaþjálfar virki forráðamenn og nemendur til þátttöku við vinnslu einstaklingsáætlana þannig að vilji nemandans skíni í gegn. Mikilvægt er í þessu samhengi að skoða meðal annars réttindi barna, réttindabaráttu fatlaðs fólks, lagaumhverfi grunnskóla, skóla án aðgreiningar, einstaklingsmiðaða áætlanagerð og störf þroskaþjálfa í grunnskólum. Í þessu verkefni er varpað ljósi á þær leiðir sem þroskaþjálfar, sem starfa í grunnskólum, nýta sér við að leiða fram vilja nemenda. Einnig er skoðað hvernig samráði við forráðamenn og nemendur er háttað. Meginmarkmið þessa verkefnis er að sýna hvernig samstarf fjölskyldna og þroskaþjálfa fer fram í tengslum við einstaklingsáætlanir. Leitað er svara við því hvort að nemendur og forráðamenn fái að hafa áhrif á vinnslu einstaklingsáætlana. Einnig verður skoðað hverjar helstu áskoranirnar við að virkja nemendur og forráðamenna til þátttöku við vinnslu einstaklingsmiðaðra áætlana eru. Þá er einnig kannað hvaða leiðum og verkfærum þroskaþjálfar búa yfir til að aðstoða nemendur við að hafa áhrif á sínar einstaklingsáætlanir. Unnið er samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð og viðtöl tekin við fjóra þroskaþjálfa sem starfa í mismunandi grunnskólum. Ásamt því verður rýnt í fræði sem leggja grunn að einstaklingsmiðaðri áætlanagerð. Niðurstöður sýna að þroskaþjálfar vilja vera í góðu samstarfi við fjölskyldur og vinna í samhentu átaki að gerð og framkvæmd einstaklingsáætlana. Það gera þroskaþjálfar meðal annars með reglulegum teymisfundum, stöðugu samtali við nemendur og með því að víkja frá hindrunum sem kunna að leynast innan veggja skólans. Af niðurstöðum þessa verkefnis má þó álykta að auka mætti tækifæri nemenda til að taka þátt í vinnslu einstaklingsáætlana líkt og undirstrikað er í ýmsum lögum. Það er mikilvægt að veita nemendum tækifæri til þess að hafa áhrif á sín mál og gefa þeim sjálfum val um hvort þeir vilji það.

Samþykkt: 
  • 29.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing lokaverkefni B.a..pdf38.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Einstaklingsmiðuð áætlanagerð - samstarf þroskaþjálfa, nemenda og forráðamanna - Selma Ramdani.pdf427.53 kBLokaður til...01.01.2040HeildartextiPDF