is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42696

Titill: 
  • Stærðfræði og bókmenntir : samþætting tveggja greina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari greinargerð er að opna hug kennara fyrir bókmenntum og stærðfræði í samþættri kennslu. Með því að nýtta okkur bókmenntir sem höfða til þess aldurs sem við kennum gefst okkur tækifæri til þess að staldra við og spjalla um hin ýmsu orð og hugtök stærðfræðinnar og íslenskunnar og nýta það frábæra tækifæri til þess að glæða söguna nýju innihaldsríkara lífi.
    Stærðfræði og bókmenntir eru báðar skapandi greinar sem bjóða uppá ýmsar möguleika í framkvæmd verkefna. Til að ná því fram þarf að vinna nánar með söguna út frá hugtökum stærðfræðinnar á fjölbreyttan hátt. Börnin fá tækifæri til að auka orðaforðann sinn og nýtist þetta fyrirkomulag jafnt fyrir bókmenntagreinar sem og stærðfræðigreinar.
    Í þessari greinargerð er fyrst farið yfir það hvað fræðin segja okkur og hvernig þau tengjast viðfangsefni greinargerðarinnar. Sögurnar sem unnið eru með eru þrjár: Gumpa og Haki heimsækja Grjóta frænda, Birnirnir þrír og Geiturnar þrjár. Farið er yfir ástæðunum fyrir valinu á sögunum og möguleikar á vinnu út frá þeim. Þar á eftir er fjallað um stærðfræði og bókmenntir og hvernig við vinnum með greinarnar saman. Farið er yfir umfjöllunarefni um ávinning þess sem kennsla greinanna bíður uppá fyrir nemendur okkar. Horft er til Aðalnámskrár grunnskóla (2013) og skoðuð hæfniviðmið fyrir greinarnar við lok fjórða bekkjar ásamt því að farið er yfir grunnþætti menntunar ásamt lykilhæfninni sem stefnt er að ná við lok fjórða bekkjar. Farið verður yfir hentugar kennsluaðferðir sem og kenningar um nám og hvernig þær samræmast hugmyndum um kennslu. Skoðað er hvernig hugurinn virkar og hvernig nemendur geta upplifað sig í námi. Farið verður yfir í hvernig við metum hæfnina sem nemendur hafa unnið að. Næst síðasti kaflinn fjallar svo um eignarhald nemenda í eigin námi. Greinargerðinni líkur svo með stuttri skriflegri kynningu á verkefnabankanum og lokaorðum.
    Áherslan í þessu verkefni verður miðuð við yngsta stig grunnskólans og þá sérstaklega 1-4 bekk.
    Verkefnabankann má nálgast á eftirfarandi slóð:
    https://sites.google.com/view/staerdfraedi-og-bokmenntir/heim

Samþykkt: 
  • 30.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stærðfræði og bókmenntir - lokaskil.pdf616,57 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.jpg288,18 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Vefsíða PDF.pdf3,2 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna