Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42697
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og beinir rannsakandi sjónum að Skólahljómsveit Kópavogs. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og upplifun fyrrverandi nemenda Skólahljómsveitar Kópavogs og leitast var eftir því að svara spurningunni: Hver er ávinningur tónlistarfólks af námi við Skólahljómsveit Kópavogs? Skólahljómsveitir eru þekkt stærð hér á landi en þær eru bæði tónlistarskóli og lúðrasveit fyrir börn og ungmenni.
Í verkefninu er fjallað almennt um Skólahljómsveit Kópavogs og sögu hennar. Því næst er fjallað fræðilega um tónlistarnám, tómstundir og hindranir í tónlistarnámi. Eigindleg viðtalsrannsókn var framkvæmd þar sem viðtöl voru tekin við þrjá fyrrverandi nemendur við Skólahljómsveit Kópavogs sem starfa sem tónlistarmenn í dag. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka viðhorf þeirra til starfs Skólahljómsveitarinnar, hvaða þættir í starfi hennar mótuðu þá og hvaða ávinning þeir höfðu af náminu. Fjögur meginþemu komu fram í niðurstöðum rannsóknarinnar, en þau eru tónlistarlegur ávinningur, jákvæð félagsleg upplifun, kennsla og sterkar fyrirmyndir og áhugamál yfir í vinnu. Viðmælendur voru allir mjög jákvæðir í garð hljómsveitarinnar og töldu hana spila stórt hlutverk í þeirra þroskaferli sem tónlistarfólk. Niðurstöðurnar sýna einnig að í hljómsveitinni verður til öruggt umhverfi fyrir börn og ungmenni sem eru ef til vill utangarðs annars staðar eða finna sig ekki í öðru skipulögðu tómstundastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa góða innsýn í starf Skólahljómsveitar Kópavogs og hversu mikilvægt hlutverk hennar er í lífi margra barna og ungmenna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsingskemma.pdf | 421,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BAVerkefniSindri.pdf | 278,67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |