en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42698

Title: 
  • Title is in Icelandic ,,Kennslan verður skemmtilegri" : reynsla kennara af að nýta óhefðbundnar kennsluaðferðir í samfélagsgreinum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna reynslu kennara af að nýta óhefðbundnar kennsluaðferðir í samfélagsgreinum í grunnskólum. Reynsla þeirra var skoðuð með tilliti til viðbragða skólasamfélagsins við notkun óhefðbundinna kennsluaðferða, áskorana og tækifæra sem fylgja slíku vali og ástæðna þess að slíkar aðferðir verða fyrir valinu. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við gerð rannsóknarinnar, tekin voru fjögur viðtöl við grunnskólakennara sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og kenna samfélagsgreinar á unglingastigi. Niðurstöður sýna að breyttar kröfur samfélagsins kalla á breytingar í kennsluháttum kennara. Þeir hverfi frá notkun hefðbundinna kennsluaðferða vegna þess að þær þykja þurrar og úreltar. Einnig sýna niðurstöður að kennarar glíma við tímaskort við undirbúning kennslu þar sem slíkum kennsluaðferðum er beitt og að áskorun sé að ná til allra nemenda. Kostir þess að nýta óhefðbundnar aðferðir séu meðal annars tækifæri til uppbrots og skemmtunar ásamt því að greiðari leið sé að því að mæta nemendum á einstaklingsgrundvelli. Enn fremur leiddu niðurstöður í ljós að viðbrögð við notkun slíkra aðferða eru á báða bóga en jákvæðni í garð þeirra er frekar áberandi. Þrátt fyrir það sé enn þörf á úrbótum og að koma þurfi til móts við kennara með tilliti til þess álags sem þeir eru nú þegar undir. Ekki sé nóg að kalla eftir breyttum kennsluháttum heldur þurfi að hafa hag kennara í huga.

Accepted: 
  • Aug 30, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42698


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing lokaverkefni.pdf446.02 kBLockedDeclaration of AccessPDF
Kennslan verður skemmtilegri - lokaritgerð-skil.pdf513.63 kBOpenComplete TextPDFView/Open