is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42699

Titill: 
  • "Ég vil bara fá að leika" : lýðræðishugtakið í Aðalnámskrá, raunveruleikinn í leikskólunum frá sjónarhóli barna og ábyrgð rekstraraðila á lýðræðislegu skólastarfi
  • Titill er á ensku "I just want to play"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að kanna hvernig lýðræðishugtakið er skilgreint í Aðalnámskrá leikskóla 2011. Ennfremur hvernig lýðræði er iðkað í leikskólum frá sjónarhóli barna og tækifærum þeirra til að hafa áhrif á eigið nám. Fræðilegar rannsóknir benda til þess að árangursríkast sé að nám barna fari fram í gegnum frjálsan leik og ber námsefni og uppbygging náms verðandi leikskólakennara því vitni. Niðurstöður rannsóknarverkefna fræðimanna á lýðræðislegu starfi í íslenskum leikskólum voru rýndar og einnig fræðigreinar um lýðræðishugtakið og iðkun á því innan leikskólanna. Rannsókn mín bendir til þess að einstaka leikskólar geri vel, en heilt yfir megi gera talsvert betur í lýðræðislegum starfsháttum og aðkomu barna. Þar skiptir menntunarstig starfsmanna, húsnæðisaðstaða og samsetning starfsmannahópsins höfuðmáli. Mikilvægast er þó viðhorf starfsmannahópsins gagnvart lýðræðislegri aðkomu barna að eigin námi og þekking á því hvaða tegund lýðræðis er best til þess fallin að iðka í leikskólastarfi. Yfirvöld menntamála og rekstraraðilar þurfa að skoða sameiginlega hvernig hægt er að samræma markmið Aðalnámskrár 2011 og raunverulegt starf leikskóla, þegar kemur að lýðræði. Vonandi kemur ritgerðin að gagni við þá vinnu að skoða ábyrgð allra hlutaðeigandi á lýðræðislegum vinnubrögðum í leikskólum landsins. Lýðræðislegir starfshættir skipta miklu máli þar sem börn eru fær um að hafa áhrif á eigið nám og er sá réttur raunar bundinn í lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project is to examine how the concept of democracy is defined in the National Curriculum Guide for Kindergartens 2011. Furthermore, how democracy is practiced in kindergartens from the perspective of children and their opportunities to influence their own learning. Theoretical research indicates that it is most effective for children to learn through free play, as evidenced by the study material and the structure of the education of future preschool teachers. The results of researchers' research projects on democratic work in Icelandic preschools were reviewed, as well as academic articles on the concept of democracy and its practice within preschools. My research indicates that individual preschools do well, but overall there is much better to be done in democratic practices and the involvement of children. The level of education of the employees, housing facilities and the composition of the staff are crucial. Most important, however, is the staff's attitude towards the democratic participation of children in their own learning and knowledge of what type of democracy is best suited to practice in preschool activities. The education authorities and operators need to jointly examine how the goals of the National Curriculum Guide 2011 can be reconciled with the actual work of kindergartens, when it comes to democracy. Hopefully, the project will be useful in the work of examining the responsibility of all parties involved in democratic working methods in the country's preschools. Democratic practices are important as children are able to influence their own learning and this right is in fact enshrined in law and the United Nations Convention on the Rights of the Child.

Samþykkt: 
  • 30.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.E.d-lokaverkefni sent i Skemmu.pdf415.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf172.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF