is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42701

Titill: 
  • Stjörnufræði í grunnskóla : um gildi stjörnufræðikennslu, þróun í aðalnámskrá og aðgengilegt námsefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þrjú meginþemu í tengslum við stjörnufræði í menntakerfinu: gildi stjörnufræðikennslu í skyldunámi barna og unglinga, þróun stjörnufræðinnar innan aðalnámskrár grunnskóla frá lokum síðustu aldar og möguleika til stjörnufræðikennslu á Íslandi út frá núgildandi aðalnámskrá og aðgengilegu námsefni. Í fyrsta kafla má finna inngang og nánari útlistun á rannsóknarspurningum. Í öðrum kafla er stiklað á stóru yfir sögu stjörnufræðinnar og hvernig hún endurspeglar mannkynssöguna til að sýna fram á sögu- og menningarlegt gildi greinarinnar. Í þriðja kafla er fjallað um gildi stjörnufræði og stjörnufræðikennslu þar sem gildum stjörnufræðikennslu er skipt upp í sex flokka út frá flokkun Percy (2005), en stjörnufræðikennsla hefur meðal annars menningar- og söguleg gildi, hagnýt gildi, vísinda- og tæknileg gildi, fagurfræði- og tilfinningaleg gildi, kennslufræðileg gildi og samfélagsleg gildi. Í fjórða kafla er staða stjörnufræðinnar innan aðalnámskrár grunnskóla skoðuð í þremur námskrám frá árunum 1999, 2007 og 2011/2013 og hvernig greinin hefur þróast með hverri nýrri námskrá, en hlutur stjörnufræðinnar fer minnkandi og er nánast enginn í núgildandi aðalnámskrá. Í fimmta kafla er fjallað um aðgengilegt námsefni og einblínt á efni útgefið af Menntamálastofnun. Þar er námsefnið flokkað eftir námsstigum en skortur á heildstæðu námsefni í stjörnufræði er greinanlegur á öllum aldursstigum. Í sjötta kafla eru efnisþræðir ritgerðarinnar teknir saman og rannsóknarspurningum svarað, en ef mið er tekið af kröfu núgildandi aðalnámskrár um stjörnufræðikennslu og aðgengilegt námsefni eru möguleikar til stjörnufræðikennslu á Íslandi nokkuð takmarkaðir. Þó býður núgildandi aðalnámskrá upp á talsvert svigrúm fyrir kennara til að stýra kennslu sinni eftir eigin höfði og því hafa kennarar möguleika á að flétta stjörnufræðilegum viðfangsefnum inn í sína kennslu ef þeir svo kjósa. Í Viðauka A eru þrepamarkmið í stjörnufræði úr aðalnámskrár grunnskóla 1999 tekin saman, viðauki Á tekur saman þær kennsluhugmyndir sem lúta að stjörnufræðikennslu úr aðalnámskrá grunnskóla 2007 og í viðauka B er samantekt um það námsefni sem fjallað er um í ritgerðinni og hægt er að nýta til stjörnufræðikennslu.

Samþykkt: 
  • 30.8.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni B.Ed. sra7@hi.is.pdf674.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rafræn yfirlýsing sra7@hi.is.pdf189.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF