Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42704
Þetta verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist upp í tvo hluta sem eru annars vegar verkefnasafn og hins vegar greinargerð. Meginmarkmið verkefnasafnsins er að gefa leikskólakennurum hugmyndir að því hvernig hægt er kenna börnum læsi í útinámi á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Verkefnin eru gerð með það í huga að börnin öðlist þekkingu á náttúrunni, hljóti hreyfingu, læri að lesa og skrifa ásamt því að þau fái tækifæri til þess að hreyfa sig og að læra í gegnum leikinn. Greinargerðin fjallar um útinám, hvað kennarar þurfa að hafa á bak við eyrað við skipulagningu útináms og hver hlutverk kennara eru í útinámi. Í greinargerðinni er einnig fjallað um læsi í útinámi, læsi í leikskólum og hvernig er hægt að ýta undir vilja barna til þess að læra að lesa. Í greinargerðinni er leikurinn einnig skilgreindur og sagt fá leik og læsi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lærum að lesa úti lokaútgáfa.pdf | 1.89 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_SEH.pdf | 169.47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |