Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42705
Myndsköpun eða myndlist er stór partur af lífi flestra frá bernsku. Börn byrja að krota um leið og þau hafa getuna til þess. Fólk almennt heldur að krot barna sé tilgangslaust og sé aðeins vegna hreyfiánægju þeirra. Ýmsar rannsóknir og kenningar hafa gefið til kynna að myndsköpun og efling sköpunargáfu sé mikilvæg fyrir þroska barnsins og hafi í för jákvæðan ávinning. Börn skapa út frá sínum eigin hugmyndum og reynslu, þannig endurspegla þau hugsanir sínar og líðan í gegnum myndlist, sem í kjölfarið endurspeglar þroska þeirra. Með því að fá að skapa frjálslega myndlist efla börn sjálfstraust sitt. Of mikið inngrip frá fullorðnum aðilum gæti skaðað sjálfstraust barna og þar með ollið því að þau hætta að krota sér til gamans. Fullorðnir aðilar sem umgangast börn, hvort sem það sé í skóla, tómstundastarfi eða heima fyrir gegna þess vegna mikilvægu hlutverki í þroskaferli barnsins þegar kemur að sköpunarferli þeirra með því huga að hegðun og viðhorf í tengingu við myndefni barnanna sé jákvætt og uppbyggjandi. Uppbyggjandi nálgun af þessu tagi útrýmir viðhorfinu að til sé eitthvað sem telst vera góð eða slæm list. Markmið ritgerðarinnar er því að varpa ljósi á mikilvægi myndsköpunar og sköpunar yfirhöfuð fyrir líðan og þroska barna ásamt því að skoða hvernig hægt væri að styðja meira við myndlist í tómstundastarfi sem leið til menntunar. Þegar rætt er um menntun þarf að hafa í huga að hún er ekki takmörkuð við skólakerfið. Það nám sem fram fer utan skóla er jafn mikilvægt og það nám sem fram fer fyrir innan skóla. Mikilvægt er að skapa leiðir og tækifæri til menntunar fyrir alla. Tómstundir geta aukið vellíðan og lífsgæði ásamt því að stuðla að þroska barna. Með auknu vægi myndlistar í samfélaginu, virðingu fyrir henni og þekkingu, geta fleiri notið góðs af ávinningnum sem hún hefur í för með sér.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Myndsköpun í tómstundastarfi, Skapandi menntun til framtíðar.pdf | 503.89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_lokaverkefni_.pdf | 72.98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |