Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42708
Kennsluaðferðir eru það skipulag sem kennari hefur á kennslu sinni, samskiptum við nemendur, viðfangsefnum og námsefni í því skyni að nemendur læri það sem að er keppt (Ingvar Sigurgeirsson, 2013). Mikilvægt er því að vanda val kennsluaðferða vel og leitast við að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir við kennslu.
Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á með hvaða hætti Aðalnámskrá grunnskóla fjallar um kennsluaðferðir og hvaða kosti það hefur í för með sé að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum við kennslu samfélagsgreina. Rannsóknarspurningar verkefnisins eru: Hvaða hlutverki gegnir Aðalnámskrá grunnskóla gagnvart kennsluaðferðum? og hverjir eru kostir þess að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir við kennslu samfélagsgreina á elsta stigi grunnskóla? Helstu niðurstöður benda til þess að það sé ekki hlutverk Aðalnámskrár að fjalla sérstaklega um kennsluaðferðir heldur sé það að mestu sett í hendur kennara. Þá felast helstu kostir þess að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum við kennslu samfélagsgreina í auknum áhuga nemenda auk þess sem nemendur draga aukinn lærdóm af námi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð - Lokaskil.pdf | 405.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Þorvaldur_skemman_yfirlýsing.pdf | 206.86 kB | Lokaður | Yfirlýsing |