is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42717

Titill: 
  • Áhrif PSD2 á samkeppnishæfni bankanna hérlendis
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Evrópskur fjármálamarkaður er fljótur að breytast með nýjum þörfum neytenda og mikilli þróun í fjármálaþjónustu og greiðslumiðlun. Nýjar tilskipanir hafa verið samþykktar til þess að mæta þessari þróun en þær ýta einnig undir hana. Árið 2015 kynnti Evrópusambandið nýja tilskipun um greiðsluþjónustu sem ber nafnið PSD2. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða þau áhrif sem innleiðing PSD2 mun hafa á samkeppnishæfni bankanna hérlendis. Jafnframt er rannsakað kosti og ókosti sem tilskipunin hefur í för með sér. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem rætt var við 8 mismunandi aðila sem starfa hjá fyrirtæki eða stofnun sem PSD2 hefur haft áhrif á. Viðtölin voru hálfopin þar sem að viðmælendur höfðu tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri án nokkurrar hindrunar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að PSD2 mun hafa lítil áhrif á samkeppnishæfni íslensku bankanna þar sem ólíklegt er að nýjar greiðslulausnir muni líta dagsins ljós á næstu árum. Helstu áhrifin eru að hugmyndafræði og viðskiptamódel bankanna mun breytast, gæði og framboð fjármálaþjónustna mun aukast, nýjar og hagkvæmar greiðslulausnir munu myndast til lengri tíma litið og samkeppnin mun aukast örlítið.
    Niðurstöðurnar segja til um að PSD2 muni leiða af sér fleiri tækifæri heldur en vandræði fyrir bankanna og kostirnir verða fleiri en gallarnir. Helstu ábatarnir eru að bankarnir geta hagnýtt greiðsluupplýsingar neytenda við að bjóða upp á betri fjármálaþjónustu eða bæta nýjum eiginleikum við núverandi vörur. Að auki eru bankarnir loksins að komast í nýtt tækniumhverfi þar sem þeir eru fljótari að bregðast við og geta boðið upp á snjallari vörur og þjónustu. Þá mun öryggi neytenda einnig aukast. Niðurstöðurnar benda til þess að helsti ókosturinn er hversu stórt og þungt regluverk þetta er og hversu langan tíma það muni taka bankanna að uppfæra tæknilega umgjörð sína til þess að standast kröfur PSD2. Þá er dýrt að aðlagast opnu bankakerfi og það getur verið slæmt fyrir bankanna ef þeir eru ekki aðgengilegir og opnir fyrir því að taka þátt í þessari tæknilegu vegferð.

Samþykkt: 
  • 1.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Orri Guðmundsson - MS ritgerð.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf262.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF