is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4272

Titill: 
  • Spanglish ¿Un fenómeno pasajero o una nueva lengua?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um spanglish, fyrirbæri sem er að mestu leyti málvísindalegt en teygir einnig anga sína til menningar og þjóðlífs íbúa Bandaríkjanna, sem og fleiri staða í heiminum þar sem tungumálin spænska og enska mætast. Orðið spanglish er samsett úr orðunum spanish og english, sem er mjög við hæfi þar sem merking þess felur einmitt í sér það að tilheyra tveimur tungumála- og menningaheimum. Sjónum er einkum beint að tilvist spanglish í Bandaríkjunum, sér í lagi til fjölmennasta innflytjendahóps landins, sem kallaður er chicanos, það er að segja fólks af mexíkóskum uppruna sem fætt er í Bandaríkjunum. Samtímis því að aðlagast nýju samfélagi og læra nýtt mál, viðheldur það upprunalegu tungumáli sínu sem verður til þess að tungumálin tvö og menningarheimarnir sem umlykja þau, renna saman í eitt. Leitast er við að skilgreina þetta margþætta mál-og menningarlega fyrirbæri, sem breiðst hefur hratt út í Bandaríkjunum og virðist langt frá því að vera í rénun þar sem fjöldi innflytjenda frá Mið- og Suðurameríku til Bandaríkjanna fer sívaxandi og aukin áhrif þeirra í landinu eru óhjákvæmileg staðreynd. Skoðuð er saga spanglish, hvar áhrifa fyrirbærisins gætir helst, auk þess sem litið er til hverjir eru helstu notendur fyrirbærisins og hver fjöldi þeirra er. Einnig er rýnt í kosti og galla fyrirbærisins með hliðsjón af kenningum fræðimanna og má þar helst nefna Ilán Stavans, Samuel Huntington og Roberto González Echevarría. Að lokum er svo leitast við að svara spurningunni um hver framtíð þessa flókna fyrirbæris er.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_fixed.pdf757.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna