Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42720
Útflutningur hesta frá Íslandi hefur aukist þegar litið er til seinustu tíu ára og áhugavert er að skoða hvort aukning sé á útflutningi á keppnishestum. Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman hæstu einkunnir keppnishestanna sem fluttir voru út árin 2010, 2015 og 2020 og meta þróun á keppnisárangri milli þessara ára, auk þess að skoða hvort áhrif eru af kynferði og aldri á keppnisárangur. Gögnum um keppnisárangur útfluttra keppnishesta í íþrótta- og gæðingakeppni var safnað úr WorldFeng. Gögnin voru skráð í Excel og tölfræðiforritið MiniTab var notað við úrvinnslu gagna. Kí-kvaðrat próf var notað til að bera saman hlutföll (hestar með/án keppnisreynslu og kynjahlutfall keppnishesta). Fervikagreining með línulegu módeli (Proc GLM og Tukey method) var notuð til að skoða mun á hæstu einkunn útfluttra hesta í hverri keppnisgrein milli útflutningsára með kynferði, ár og aldur sem fasta þætti. Einþátta fervikagreining var notuð við greiningu á keppnisreynslu og fjölhæfni. Flestir kepppnishestar voru fluttir út árið 2015 (P<0,001) og voru þeir einnig með mestu keppnisreynsluna (P=0,003). Fjölhæfustu hestarnir voru fluttir út árið 2010 og 2015 (P<0,006). Stóðhestar voru með marktækt hærri einkunnir heldur en hryssur í flestum keppnisgreinum og eldri hestar höfðu marktækt hærri einkunn heldur en yngri hestar í töltgreinum, fjórgangsgreinum og gæðingaskeiði. Meðalaldur útfluttra keppnishesta hefur aukist milli ára (9,0 vs. 9,6 og 10,9; P<0,001) og má því draga þá ályktun að hestakaupendur séu tilbúnir að kaupa eldri hesta og sjá mögulega samhengi milli eldri hests og líklegri árangurs í keppni. Sú ályktun er dregin að stóðhestar og eldri hestar eru líklegri til að ná betri árangri í keppni heldur en hryssur og yngri hestar. Aukning á útflutningi hrossa mætti skýra með vaxandi eftirspurn almennra reiðhesta þar sem vöxtur útflutnings virðist ekki liggja í sölu á keppnishestum.
Export of Icelandic horses from Iceland has increased the last 10 years. The goal of this study is to compare competition scores of exported competition horses and to investigate the effects of sex
and age on competition scores. Data about competition scores in sport- and gæðingadisciplines of the exported competition horses was collected through WorldFengur and setup in Excel. MiniTab was used for statistical analysis and Anova (Proc GLM) was used for comparisons of scores with
year, age and sex as fixed factors. One-way anova was used for comparisons of competition experience and versatility of the horses, Chi-square test was used for comparison of proportional
distribution of exported horses regarding competition horse or not and sex between the three years. There was a significant difference in the ratio of competition horses between all three years, where
most competition horses were exported in 2015 (P<0,001) and the horses with most competition experience (P=0,003). The horses with most versatility were exported in 2010 and 2015 vs. 2020 (P<0,006). Stallions received significantly higher scores than mares in most competition
disciplines, but there was not found a significant difference between scores of geldings vs. stallions and mares in any discipline except in four gait, where stallions had the highest score (P=0,005).
Older horses had significantly higher scores than younger horses in tölt, four gait and pace test. Average age of exported competition horses increased between the three years (P<0,001) which
indicates that horse buyers are open better competition success. The conclusion of this study is that stallions and older horses are more likely to achieve success in competition than younger horses and mares. Increase in export could be explained with more demand for riding horses within the horse buyer’s market.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samanburður á keppnisárangri.pdf | 415,01 kB | Opinn | Skoða/Opna |