Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42722
Þessi skýrsla er hluti af verknámi höfundar í stjórnun í ferðaþjónustu og móttöku gesta við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Fræðimenn hafa deilt um hvað telst vera skilvirkur stjórnandi og mun þessi skýrsla leitast eftir að svara eftirfarandi spurningu: Hvað eru skilvirkir stjórnunarhættir fyrir hótelstjórnendur? Að auki verður leitað svara við einni undirspurningu: Hvernig eru stjórnunarhættir hótela í dreifbýli? Verknámið fólst í því að kynnast starfsemi verknámsstaðar, sem er bæði hótel og ferðaþjónustufyrirtæki í dreifbýli. Höfundur telur starfsemina vera einstaka að því leyti að hver hópur af gestum fær sinn eigin leiðsögumann sem fer með þeim í ferðir og ævintýri. Gistirými og þjónusta eru fyrsta flokks og og hótelið er staðsett fjarri þéttbýli og því ónæði sem því fylgir. Tilgangur skýrslunnar er að varpa ljósi á hvað séu skilvirkir stjórnunarhættir fyrir hótelstjórnendur með áherslu á ferðaþjónustu í dreifbýli.
Lykilorð: hótelstjórnandi, skilvirkir stjórnunarhættir, stjórnandi og leiðtogi, ferðaþjónusta í dreifbýli
This report is part of the author’s apprenticeship in tourism management and reception at Hólar University. There is debate among scholars about what constitutes effective management, and this paper aims to answer the following research question: What is effective management for hotel managers? In addition, it aims to answer a subquestion: What is effective management in rural hospitality? The internship consisted of familiarizing with the operations of a rural hotel and tourism business. In the author's opinion, their operation can be considered unique; each group of guests has a guide who takes them on activity trips and adventures, located far away from urban areas, which provides a noise-free surrounding to their first-class accommodation and services. Therefore, this report highlights the main objectives of efficient management of hospitality businesses and hospitality in rural areas.
Keywords: hotel manager, effective management, hospitality management, rural tourism
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_BA_Hólum.pdf | 397.25 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |