is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42724

Titill: 
  • Umhverfisstjórnun á gististöðum og grænir stjórnunarhættir : viðhorf og skilningur stjórnenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vaxandi áhyggjur og kröfur neytenda vegna neikvæðra umhverfisþátta hafa orðið til þess að fyrirtæki hafa þurft að bregðast við til að koma á móts við þær áskoranir. Á heimsvísu virðast hótel og gistiðnaðurinn hafa náð þar nokkru forskoti og hafa þróað græna starfshætti til að draga úr óæskilegum áhrifum starfseminnar á umhverfið.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar voru að kanna hvað það er sem stjórnendur finnst falla undir umhverfisstjórnun og hvernig þeir upplifa umhverfisvottanir og hvernig svokölluð græn stjórnun er framkvæmd hjá þeirra fyrirtæki. Þessi rannsókn er eigindleg rannsókn og tilgangur hennar var að kanna þekkingu og viðhorf stjórnenda á viðfangsefninu ásamt því að höfundur öðlist skilning á því hvernig þessu er háttað á hótel og gististöðum hérlendis.
    Rannsóknargögn voru fengin með viðtölum við fjóra viðmælendur sem allir hafa reynslu og þekkingu á einhverskonar umhverfisstjórnun hjá sínu fyrirtæki.
    Niðurstöðurnar sýna að hótel og gististaðir sem eru með umhverfisvottanir eru líklegri til að vera með skýrari og árangursríkari umhverfisstjórnun en þeir gististaðir sem eru ekki með vottanir. Það bendir þó margt til þess að grænir stjórnunarhættir (ekki með vottun) séu algengir á gististöðum og þykja sjálfsagðir en eru þó á mismunandi stigum hjá fyrirtækjum. Ennfremur benda niðurstöður til þess að hótel og gististaðir sem eru með umhverfistefnu virðast oftar en ekki vera með sterkari samkeppnishæfni á markaði fyrir vikið.
    Vöntun er á samþættingu og stuðningi og jafnvel fjármagni frá hinu opinbera og forsvarsmönnum ferðamála á Íslandi fyrir gististaði sem vilja taka upp grænni starfshætti.
    Lykilorð : Grænir stjórnunarhættir, umhverfisstjórnun, umhverfisvottun, umhverfisstefnur, grænir gististaðir

  • Útdráttur er á ensku

    The growing concern and demands of consumers regarding negative environmental factors have pushed companies to respond in order to meet these challenges. Internationally the hotel and accommodation industry appears to have an advantage and have developed green practices to reduce unwanted environmental factors.
    The main objectives of the study were to examine what managers perceive is included in environmental management and how they experience environmental certifications and how green management is implemented in their company. This study is a qualitative researh and the purpose of it was to examine knowledge and gain insight into managers' experience of the subject. Also for the author to gain more understanding on how this is done in the accomodation sector in Iceland.
    Data was obtained from vinterviews with four interviewees who all have experience and knowledge of some kind of environmental or green management at their company.
    The results of this study show that certified hotels and accommodations are more likely to have clear and effective environmental management than non-certified accommodations. However, there are many indications that green management (non-certified) are common already, but are at different levels. Furthermore, the results indicate that hotels and accommodation established with environmental policies have usually stronger competitiveness on the market as a result.
    There is a lack of integration and support, and even financial investments, from the government and the tourism leaders in Iceland to hotels and accommodation that want to adopt green practices.
    Keywords: Green governance, environmental management, environmental certification, environmental policies and green accommodation

Samþykkt: 
  • 1.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UmhverfisstjórnunBA-skemman-ErlaKristinSverrisdottir.pdf637.71 kBOpinnPDFSkoða/Opna