en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4273

Title: 
 • Title is in Icelandic Fyrirtækjamenning Sparisjóðsins í Keflavík
Submitted: 
 • January 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsókn þessi byggir á fyrirtækjamenningu Sparisjóðsins í Keflavík. Markmið rannsóknarinnar var að greina fyrirtækjamenningu Sparisjóðsins í Keflavík, styrkleika hennar og veikleika, stuðning við stefnu sjóðsins og uppbyggingu og nýtingu á styrkleikum menningarinnar til framtíðar. Fyrirtækjamenning er talin mikilvægur þáttur í stjórnun og árangri skipulagsheilda.
  Framkvæmd var bæði megindleg og eigindleg rannsókn. Megindlega rannsóknin var á formi spurningalista meðal starfsmanna sjóðsins þar sem spurt var um viðhorf til fyrirtækjamenningar á vinnustaðnum. Spurningalistinn er kenndur við fræðimanninn Daniel R. Denison en hann hefur rannsakað fyrirtækjamenningu um árabil. Spurningalistinn skiptist í fjórar víddir, aðlögunarhæfni, markmið, samræmi og þátttöku og tilheyra þrjár undirvíddir hverri yfirvídd. Spurningalistinn var lagður fyrir alla starfsmenn Sparisjóðsins í Keflavík sem eru 130 talsins, svör bárust frá 86 starfsmönnum. Eigindlega rannsóknin var á formi viðtala við starfsmenn sjóðsins auk viðtals við starfsmann Sambands íslenskra sparisjóða. Tilgangur viðtalanna var að auka dýpt rannsóknarinnar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fyrirtækjamenning Sparisjóðsins í Keflavík sé veik. Allar víddir spurningalistans voru staðasettar á aðgerðabili sem segir til um að þörf sé á úrbótum ef sjóðurinn ætlar sér að ná tilsettum markmiðum. Einnig kom skýrt fram hjá viðmælendum rannsakanda að veikleikar fyrirtækjamenningarinnar væru margir en með reynslu starfsfólks og góðri stjórnun væri vel hægt að móta sterkari fyrirtækjamenningu. Mikilvægt er að byggja upp sterkari fyrirtækjamenningu fyrir framtíðarárangur skipulagsheildarinnar.

Accepted: 
 • Jan 13, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4273


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eyrun Jana Sigurdardottir_fixed.pdf682.86 kBLockedHeildartextiPDF