is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42730

Titill: 
  • Af hverju má ég ekki lesa þetta? Ritskoðun og bókabönn á grunnskólasöfnum
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort ritskoðun og bókabönn eigi sér stað á grunnskólasöfnum og almenningsbókasöfnum á Íslandi, og ef svo er, í hvaða mæli og hvaðan sá hvati kemur. Einnig voru skoðaðar mótvægisaðgerðir starfsmanna gegn ritskoðun. Ýmis lög og reglugerðir, íslensk sem og alþjóðleg, eru til staðar til varnar ritskoðunum og bókabönnum. Mjög lítið er þó til af heimildum um ritskoðun og bókabönn á Íslandi. Því var nauðsynlegt að líta út fyrir landið til að skoða hvernig þróunin og ferlið er í þessum málum annars staðar. Þar sem bæði er mikið um ritskoðun og bókabönn í Bandaríkjunum og mikið skrifað um það, sér í lagi í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, lá beinast við að skoða stöðuna þar.
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við fimm upplýsingafræðinga á grunnskólasöfnum og þrjá starfsmenn á almenningsbókasöfnum. Helstu niðurstöður benda til þess að þótt mjög lítið sé um ritskoðun og bókabönn á Íslandi þá sé vísir að því til staðar. Tillögur til banna af þessu tagi á grunnskólasöfnum koma oftast frá kennurum eða foreldrum meðan á almenningsbókasöfnum er það frá foreldrum eða öðrum almenningi. Starfsfólk bókasafna, bæði grunnskóla- og almenningsbókasafna er hins vegar meðvitað um hættuna sem ritskoðun og bókabönn ala af sér og er ákveðið í að sporna við henni. Starfsfólk almenningabókasafna stendur þar mun betur að vígi þar sem það hefur stuðning frá samstarfsfólki sínu. Starfsmenn grunnskólasafna eru í veikari stöðu því þeir eru oftast einyrkjar á söfnunum og þurfa að standa einir gegn kröfum sem upp kunna að koma. Þeir eiga þó gott bakland í Félagi fagfólks á skólasöfnum sem býður upp á ráðgjöf og stuðnings. Allir aðilarnir sem ég ræddi við voru sammála um að besta ráðið gegn tilraunum til ritskoðunar og bókabanna væri að taka umræðu um álitaefni. Þannig má oftast komast að sameiginlegri niðurstöðu sem sátt ríktir um.

Samþykkt: 
  • 2.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UPP442L-MIS ritgerð - Guðný Ásta Ragnarsdóttir.pdf646.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
guðný yfirlýsing.png644.88 kBLokaðurYfirlýsingPNG