is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42731

Titill: 
  • Notkun og ávinningur íslenskra skipulagsheilda af stjórnunarstöðlum. ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka hver notkun íslenskra skipulagsheilda af vottun á þremur stjórnunarstöðlum væri og hvaða ávinning þær teldu sig hafa af vottuninni. Staðlarnir, sem voru til umfjöllunar hvað notkun varðaði, voru gæðastjórnunarstaðallinn ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðallinn ISO 14001 og upplýsingatæknistaðallinn ISO/IEC 27001. Rannsóknin var byggði á megindlegri aðferðafræði. Rannsóknarspurningarnar sem leitast var við að svara voru: Hver var notkunin á gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 og upplýsingatæknistaðlinum ISO/IEC 27001? Var notkun staðlanna svipuð eða ólík og hversu lengi höfðu skipulagsheildirnar verið með vottun? Tengdist ávinningur vinnulagi, skjölum og upplýsingum? Tengdist ávinningur þjónustu skipulagsheildanna og hafði vottunin haft áhrif á ósamræmi/frávik í starfsemi þeirra? Tengdist ávinningur betri nýtingu starfskrafta og þjálfunar starfsfólks eða leiddi hann til betri nýtingar á aðföngum og tækjabúnaði? Tengdist ávinningur betri ímynd skipulagsheildarinnar og/eða greiddi vottunin fyrir markaðs -og kynningarstarfi hér á landi og/eða erlendis? Tengdist ávinningur samkeppni, auknum tekjum, viðskiptavinum og fjárhagslegri afkomu skipulagsheildanna?
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hvernig staðan var vorið 2022 þegar rannsóknin var gerð. Vottun skipulagsheilda er lifandi ferli sem breytist frá einum tíma til annars. Rannsóknin gefur þó einhverja mynd af því hvernig staðan var á þeim tíma sem hún fór fram. Helstu niðurstöður sýna að þær skipulagsheildir sem höfðu verið með vottun í lengur en tíu ár töldu ávinning af vottuninni vera meiri en þær skipulagsheildir sem höfðu verið með vottun skemur.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of this research was to examine how Icelandic organizations used certification of the three management standards and what benefits the organizations considered they have had of the certification. The standards, which were discussed in terms of use, were quality management systems ISO 9001, environmental management systems ISO 14001 and information technology system ISO/IEC 27001. The research is based on quantitative methods.
    The research questions sought to be answered were: What was the use of the management standards ISO 9001 quality management standard, ISO 14001 environmental management standard and ISO/IEC 27001 information technology standard? Was the use similar or different depending on the standards and how long the organizations had been certified? Were the benefits related to methods of work, documents, and information? Were the benefits related to the services provided by the organization and had the certification affected inconsistency/deviations in their operations? Did the benefits relate to better utilization of manpower and staff training, or did it lead to better utilization of resources and equipment? Were the benefits related to a better image of the organization and/or did the certification facilitate marketing and promotional activities in Iceland and/or abroad? Were the benefits related to competition, increased revenue, customers, and the financial performance of the organizations?
    The results of the study showed how the situation was in the spring of 2022 when the study was conducted. Certification of organizations is a living process, which changes from time to time, but the study gives some picture of what the situation was like at the time that the study took place. The main results show that the organization that had been certified for more than 10 years considered the benefits of the certification to be greater than the organizations that had been certified for a shorter period.

Samþykkt: 
  • 2.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Elín Huld Hartmannsdóttir 312.pdf179.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Notkun og ávinningur íslenskra skipulagheilda af stjórnunarstöðlum - ISO 9001 ISO 14001 og ISO 27001.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna