is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42732

Titill: 
  • Sbr. til hliðsjónar: Tilvísanir Hæstaréttar til fyrri dómsúrlausna
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Gegnum árin hefur ekki verið einhugur meðal íslenskra lögfræðinga um réttarheimildina fordæmi og vægi hennar í íslenskum rétti. Þrátt fyrir það hefur enginn ágreiningur verið um að þau skipti miklu hér á landi. Á síðasta áratug síðustu aldar og upp úr aldamótum var nokkuð ritað um fordæmi og meðal annars tekið saman hvenær og hvernig þeim bregður fyrir í úrlausnum Hæstaréttar. Ritgerðin byggir á sjálfstæðri rannsókn höfundar á tilvísunum réttarins til fyrri dómsúrlausna í dómum uppkveðnum frá 1990 til dagsins í dag. Uppsetning ritgerðarinnar er á þann veg að í öðrum kafla er stuttlega gerð grein fyrir skrifum fræðimanna um fordæmi og fjallað um atriði sem varða mat á fordæmisgildi dóms. Í þriðja kafla er fjallað um tilvísanahætti Hæstaréttar til fyrri dómsúrlausna. Í þeim fjórða um af hvaða tilefnum rétturinn vísar til þeirra og kannað hvort slíkum tilvísunum hafi fjölgað undanfarna áratugi. Flokkunin í þriðja og fjórða kafla byggir að stóru leyti á fyrri umfjöllun fræðimanna um efnið, en þó með viðbótum höfundar. Í fimmta kafla er fjallað um breytingar sem leiddu af fjölgun dómstiga og réttarheimildarleg staða úrlausna Landsréttar og málskotsákvarðana Hæstaréttar tekin til skoðunar. Að endingu er umfjöllunarefnið dregið saman og ályktanir um stöðu fordæma dregnar út frá því.

  • Through the years, there hasn’t been a consensus among Icelandic lawyers and scholars about the exact legal status of precedents among the sources of law, although there is no dispute that they matter. In the 1990’s and the first years of a new century, a good bit of articles, regarding precedents, were published in Icelandic law journals, that covered, among other things, deliberation on its importance in the jurisprudence of Iceland, and when and how they appear in judgements of the Supreme Court. This essay is based on the author's independent study of the court's references to previous court decisions in judgments handed down from 1990 to the present day. The structure of the thesis is such that in the second chapter, the writings of scholars on precedent are briefly described. The third chapter lays out the Supreme Court's reference practice to previous court decisions. In the fourth chapter covers reasons for which the Court refers to earlier decisions and investigates whether such references have increased in recent decades. The classification in chapters three and four is largely based on the previous publications on the subject by scholars, but with additions made by the author. The fifth chapter covers changes that resulted from the increase in the number of court levels, and the status of the judgements of the Court of Appeals and the appeal decisions of the Supreme Court as possible sources of law, are taken into consideration. At the end, the topic is summarized and conclusions about the status of precedents are drawn from it.

Samþykkt: 
  • 5.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - JÓE.pdf281.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF
2022 09 02 Sbr til hliðsjónar JÓE.pdf765.76 kBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF