is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42734

Titill: 
  • Tilvera án tilkalls: Reynsla íbúa í íbúðakjörnum fyrir fólk með geðfatlanir á vegum Reykjavíkurborgar af sjálfstæðu lífi.
  • Titill er á ensku An unentitled life: The lived experiences of residents in supported housing for people with psychosocial disabilities with regards to independent living.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að þróa ítarlega þekkingu og skilning á reynslu íbúa í íbúðakjörnum fyrir fólk með geðfatlanir á vegum Reykjavíkurborgar af búsetu sinni með tilliti til sjálfstæðs lífs, og á því hvort og þá hvernig þættir á borð við fyrri reynslu og innbyrtan ableisma hafa mótandi áhrif á þá reynslu. Rannsóknin er eigindleg og unnin samkvæmt vinnulagi grundaðrar kenningar í anda félagslegrar mótunarhyggju. Að auki var gagnrýnu fötlunarfræðisjónarhorni beitt við greiningu gagnanna. Þátttakendur voru 12 íbúar í íbúðakjörnum og höfðu þau þriggja mánaða til 13 ára reynslu af búsetunni. Öll eru þau með greindan geðklofa eða geðhvarfasýki. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að líf íbúanna endurspeglar illa sjálfstætt líf eins og það er skilgreint í hugmynda¬fræðinni um sjálfstætt líf og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ýmsir samverkandi þættir hafa þar hamlandi áhrif og er búseta í íbúðakjarna ekki það nærandi og styðjandi umhverfi sem fötluðu fólki er nauðsynlegt til þess að móta, þroska og ástunda sjálfræði sitt. Þeir valmöguleikar sem íbúunum standa til boða eru byggðir upp á þann hátt að aðrir kostir koma ekki til greina og þau ekki talin eiga tilkall til annars, hvort sem það snýr að búsetu eða stuðningi. Skilningur þeirra á sjálfstæðu lífi er ekki í samræmi við skilgreiningar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmynda¬fræðinnar um sjálfstætt líf. Þetta ásamt þekkingarskorti á þeirri þjónustu sem þau eiga rétt á leiðir til þess að íbúarnir eru háð ákvörðunum fagfólks þegar kemur að flestum þáttum lífsins. Innan búsetunnar stýra viðhorf annarra lífi íbúanna með reglum og samningum og hafa þau takmörkuð tækifæri til þess að stjórna sínum lífsstíl sjálf. Fyrri reynsla, innbyrtur ableismi og samtvinnandi áhrif fjölbreyttra þátta hafa mótandi áhrif á þær kröfur sem íbúarnir gera til lífsins. Þau eru föst innan kerfis sem styður þau en sleppir þeim ekki. Þau líta svo á að þau séu föst þar vegna sinna einstaklingsbundnu galla og annað fólk sé betur til þess fallið að hafa þekkingu á réttindum þeirra og vald yfir lífi þeirra en þau sjálf. Þau upplifa sig sem minnimáttar og annars flokks manneskjur og eingöngu lækning geti breytt því. Þau telja sig því ekki eiga tilkall til sjálfstæðs lífs og sætta sig við búsetu sína, þar sem þau upplifa öryggi, frelsi og stöðugleika samanborið við fyrra líf veikinda, geðdeilda, vistheimila og óöryggis.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to gain comprehensive knowledge and understanding of the lived experiences of residents in supported housing for people with psychosocial disa-bilities with regards to independent living, and how intersecting factors such as past experience and internalized ableism have a formative effect on that experience. The term “psychosocial disability” is used here in accordance with the CRPD. The research is qualitative and was conducted according to Charmaz’ social constructivist grounded theory. In addition, a critical disability theory perspective was applied to the data anal-ysis. The participants were 12 residents in supported housing in the city of Reykjavík. They have all been diagnosed with schizophrenia or bipolar disorder. The findings re-vealed that the residents’ lives do not match definitions of independent living. Various intersecting factors have an inhibiting effect, and supported housing is not the nurtur-ing and supportive environment that disabled people need to shape, develop and prac-tice their autonomy. Their lack of entitlement to independent living by default results in their options being structured in such a way that they have none, and other factors determine the outcome. Within the supported housing, other people’s perspectives and attitudes guide their lives through rules and agreements, and they have limited opportunities to determine their own lifestyle. The residents’ understanding of inde-pendent living is not consistent with the definitions of the CRPD and the ideology of independent living. Together with a lack of knowledge about their rights and the ser-vices they are entitled to, this makes the residents dependent on the decisions of pro-fessionals and service providers when it comes to most aspects of their lives. Intersect-ing effects of past experiences, internalized ableism and other diverse factors have a formative effect on the demands the residents make of their life. They are trapped within a system that supports them but does not release them. They believe this to be because of their individual flaws, and that other people are better suited to have knowledge of their rights and power over their lives. They feel inferior to other people and less human and that only a cure can alter their situation. Therefore, they believe they are not entitled to independent living and accept their place of residency where they experience safety, freedom and stability compared to their previous lives of illness, psychiatric wards and insecurity.

Samþykkt: 
  • 5.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katla_Stefánsdóttir_MA_ritgerð.pdf926.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skemman.pdf152.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF