is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42736

Titill: 
  • Stefna og stjórnarhættir megaverkefna: Uppbygging íslenska fjarskiptakerfisins frá sjónarhorni hagsmunaaðila
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skyggnast inn í reynsluheim þeirra sem koma að uppbyggingu fjarskiptakerfisins á Íslandi, einstöku megaverkefni samtímans á Íslandi. Var sjónum beint að stjórnarháttum megaverkefna sem og innleiðingu stefnu ásamt því að skoða skilgreiningar á hagsmunaaðilum og greiningu þeirra. Fjarskiptakerfið á Íslandi hefur vaxið á ógnarhraða og hefur skilað íslenskum fjarskiptamarkaði ofarlega á pól í samanburði við önnur lönd. Uppbyggingin hefur þannig verið keyrð áfram í samkeppnisumhverfi fjarskiptamarkaðarins á Íslandi, ásamt samspili við opinbera aðila sem setja regluverkið. Stjórnarháttum er lýst sem kerfum eða aðferðum sem skipulagsheildum er stýrt eða þær starfa eftir og út frá skilgreiningum stjórnarhátta hafa sprottið upp hugtökin um góða stjórnarhætti. Eru það m.a. sanngirni, gagnsæi og ábyrgð. Stjórnarhættir megaverkefna hafa hinsvegar sérstæðari áskoranir vegna flókins eðli þeirra og má þar sérstaklega nefna fjölda hagsmunaaðila ásamt flækjustigi svo stórra verkefna. Greining á hagsmunaaðilum verkefna, og sér í lagi megaverkefna, getur verið flókið ferli en gera þarf ráð fyrir körfum þeirra og þörfum ætti árangur verkefna að verða sjálfbær. Hefur greiningin orðið mikilvægt verkfæri stjórnenda til að auka skilning á áhrifum til hagsmunaaðila. Eins hefur mikilvægi stefnu og innleiðingu stefnu verið gert hátt undir höfði, þar sem góð stefna og árangursrík innleiðing hennar er mikilvæg fyrir afkomu skipulagsheildarinnar og sé hún rétt framkvæmd er innleiðing stefnunnar eitt af lykilatriðum fyrirtækja og stofnana í átt að settum markmiðum.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem gagna var aflað með 8 viðtölum við 10 viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að koma að uppbyggingu fjarskitpakerfisins beint eða óbeint. Niðurstöður sýna að reynsla hagsmunaaðila sé að mörgu leyti svipuð af markaðnum. Kom þannig fram vísan í góða stjórnarhætti eins og traust, ábyrgð og sanngirni á milli aðila sem og að stefnur og stefnumótun hefur skilað þeim árangri sem við sjáum í dag. Hinsvegar er birtingarmynd stjórnarhátta ekki eins og eftir bókinni, en það sé þó regluverkið sem heldur utanum markaðinn hvað uppbygginguna varðar.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis was to explore the experience of those who direcly or indirectly affect the development of the Icelandic telecommunication system. The focus was set on governance of megaproject as well as strategic implementation along with looking at the definitions of stakeholders and how to analyse them. The Icelandic Telecommunication system has been rising at a very fast rate and has granted Iceland a very good competitive advantage when it comes to telecommunications. Governance is best described as a set of systems or methods in which organizations are managed or they operate according to. From the definition of governance, the concepts of good governance have emerged. They are f.ex. fairness, transparency and accountability. The governance of megaprojects however has more unique challenges due to their complex nature, the number of st akeholders and the complexity of such large projects. Stakeholder analysis in projects, and megaprojects in particular, can be a complicated process but their demands and needs must be met if the success of the project is to be sustainable. The analysis has become a very important tool for managers to increase their understanding of the importance of stakeholders. Strategy and strategic implementation has also been an important factor in a company‘s success, as a well developed and implemented strategy is important for the company‘s wellbeing. If implemented correctly, the implementation of the strategy is one of the key points for companies and organizations towards the set goals. A qualitative study was carried out where all of the interviewees have in common that they impact the telecommunication infrastructure directly or indirectly. Results show that stakeholders‘ experiences are similar in many aspects. Terms of good governance were found, as well as how policies and strategic planning have produced the results we see today. However, the definition of governance is not as by the book, but it is the market regulations that serve as a factor in that understanding.

Samþykkt: 
  • 5.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing - skemman.pdf320,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Master_Lokaskjal.pdf1,64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna