is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42738

Titill: 
  • Skattlagning stafræna hagkerfisins með áherslu á BEPS og "tveggja stoða lausnina"
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Stafræn þróun hefur haft gífurleg áhrif á veröldina á undanförnum árum, þ.m.t. á hagkerfi heimsins. Þessi þróun hefur skapað skattalegar áskoranir, m.a. vegna þess að stafræn tækni, á borð við Internetið, hefur auðveldað fyrirtækjum að selja vörur og þjónustu sína þvert á landamæri, án þess að vera með efnislega nærveru í upprunaríki. BEPS-aðgerðaráætlunin markaði stórt skref í baráttunni gegn rýrnun skattstofna og tilfærslu hagnaðar, en fyrsta aðgerð hennar snéri að skattalegum áskorunum tengdum stafræna hagkerfinu. Í kjölfar útgáfu BEPS-aðgerðarskýrslunnar var þó ljóst að ráðast þurfti í markvissari aðgerðir gegn skattalegum áskorunum tengdum stafrænni þróun hagkerfisins. Í því samhengi leikur tveggja stoða lausnin svokallaða, sem unnin var af samstarfsvettvanginum um ramma BEPS, lykilhlutverk. Lausnin felur í sér tvær stoðir, en mikilvægustu breytingarnar sem í henni felast eru nýjar reglur um notkun efnahagslegra umsvifa sem grundvöll ákvörðunar um skattskyldu, sem og GloBE-reglurnar svokölluðu, sem ætlað er að tryggja að fjölþjóðlegar fyrirtækjasamstæður greiði að lágmarki 15% tekjuskatt. Í ritgerð þessari fjallar höfundur um þær skattalegu áskoranir sem tengjast stafrænni þróun hagkerfisins og þær aðgerðir sem í hefur verið ráðist til að stemma stigu við umræddum áskorunum, m.a. með hliðsjón af gildandi rétti hér á landi.

Samþykkt: 
  • 5.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Arnaldur_Starri.pdf1.26 MBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf222.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF