is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42747

Titill: 
  • Árangurs- og breytingastjórnun í opinberum rekstri: Sameining sýslumannsembætta árið 2015
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þær skipulagsbreytingar sem sýslumannsembætti landsins gengu í gegnum 1. janúar 2015, þegar þeim var fækkað úr 24 í 9 með sameiningum. Greint er frá því að hvaða marki nýttar voru viðteknar og viðurkenndar aðferðir við breytingastjórnun, og hvort og þá hvernig árangur breytinganna hafi verið metinn. Stuðst er við kenningar, líkön og ráðleggingar valinna fræðimanna, ásamt fyrirliggjandi handbókum, úttektum og könnun sem lögð var fyrir sýslumenn. Þar sem lögð er áhersla á aðferðafræði árangursstjórnunar, eru markmiðin sem lágu til grundvallar sameiningu greind sérstaklega sem og síðari stefnumótun og áætlanagerð stjórnvalda við mat á því hvort markmiðin hafi gengið eftir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru m.a. þær að markmiðin sem lágu til grundvallar sameiningu embætta, þ.e. bætt þjónusta, hagræðing og bætt stjórnsýsla, hafi að miklu leyti ekki gengið eftir, þótt skiptar skoðanir séu um ástæður þess. Þá þykir jafnframt ljóst að ekki hafi verið hugað nægilega vel að undirbúningi sameininga og fræðsla fyrir sýslumenn og starfsfólkið verið takmörkuð. Þá benda fyrirliggjandi gögn til þess að árangursmælikvarðar hafi ekki verið skilgreindir til mats á framgangi markmiðanna og að sýslumenn hafi frekar unnið að þeim markmiðum sem ákveðin voru í upphafi heldur en aðferðafræði árangursstjórnun. Sýslumenn eru á þeirri skoðun að markmið sameiningar hafi ekki gengið eftir og að helstu skýringarnar séu takmörkuð fjármögnun, illa ígrunduð markmið og mælikvarðar og takmörkuð fræðsla. Þótt sýslumenn séu almennt á þeirri skoðun að virk árangursstjórnun hafi vægi og/eða gagnsemi fyrir rekstur og stjórnun, sýna niðurstöðurnar að aðferðafræðinni er ekki beitt nema að takmörkuðu leyti. Niðurstöðurnar benda til þess að ná þurfi fram nauðsynlegri viðhorfsbreytingu eigi að takast að innleiða árangursstjórnun með fullnægjandi hætti.

Samþykkt: 
  • 6.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42747


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangurs- og breytingastjórnun í opinberum rekstri_MPA ritgerð_Guðmundur Bjarni Ragnarsson.pdf1.71 MBLokaður til...01.01.2032HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf61.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF