is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4275

Titill: 
 • Varanlegir rekstrarfjármunir: Afskriftir og mat
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Varanlegir rekstrarfjármunir eru mikilvægt hugtak í rekstri fyrirtækja og oftast stór hluti af eignunum, en þeir eru meðal annars land, fasteignir, vélar, skip, flugvélar og fleira. Venjan er að færa varanlegra rekstrarfjármuni í bókhald samkvæmt kostnaðarverðsreglunni. Kostnaðarverðsreglan er ein af grunnreglum reikningsskilanna, þ.e. að eignir eru skráðar á kaupverði.
  Algengasta aðferð við afskriftir er línuleg afskrift, þótt hægt sé að nota fleiri aðferðir. Línuleg afskrift leiðir til fastrar afskriftar á nýtingartíma eignarinnar og er aðferðin auðveld í notkun.
  Ef verðmæti rekstrarfjármuna lækkar varanlega þannig að nýtingarvirði verður lægra en bókfært virði á að lækka bókfært verð niður í nýtingarvirði og færa mismuninn til gjalda á rekstrarreikning. Hérlendis er verðmat til hækkunar yfirleitt vegna leiðréttinga sökum verðbólgu. Endurmat hækkar bókfært verð eigna og hækkunin er færð á eiginfjárreikning en lækkun á matsverði er skylt að færa á rekstrarreikning.
  Skoðun á ársreikningum HB Granda og Eimskipa sýndi að fyrirtækin nota línulega afskrift og fara bæði eftir alþjóðlegum reikningsskilastöðlum við ársreikningagerð. Breyting uppgjörs yfir í erlenda mynt og uppgjör samkvæmt reikningsskilastöðlum sýndi fram á ákveðna skekkju fyrsta árið sem gert var upp með þessum máta. Afskriftir félaganna jukust jafnt og þétt í gegnum árin en afskriftir Eimskipa þó meira en HB Granda. Skýringin á bak við meiri afskriftir Eimskipa á rætur að rekja til óarðbærra fjárfestinga félagsins.

Samþykkt: 
 • 13.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
helga eliasdottir_fixed.pdf601.33 kBLokaðurHeildartextiPDF