is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42769

Titill: 
  • Einkynja verkalýðsfélög, Stofnun og samstarf Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og Verkakvennafélagsins Framsóknar 1906–1930
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Snemma á 20. öld voru stofnuð tvö einkynja verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks í Reykjavík. Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað árið 1906 en konur fengu ekki að ganga í félagið. Árið 1914 var Verkakvennafélagið Framsókn sett á laggirnar til þess að koma skipulagi á kjarabaráttu kvenna. Snemma hófst með félögunum samvinna en Dagsbrúnarmenn komu Framsóknarkonum til hjálpar í vinnudeilu þeirra gegn atvinnurekendum fiskverkunarstöðva árið 1926 og í garnadeilunni gegn Sambandi íslenskra samvinnufélaga árið 1930.
    Raunveruleiki félaganna beggja var þó um margt ólíkur en munurinn á aðstæðum félaganna byggði fyrst og fremst á ólíkum hlutverkum karla og kvenna, bæði á vinnumarkaði sem og innan verkalýðshreyfingarinnar. Með þessari rannsókn er reynt að gera grein fyrir ólíkri aðstöðu kynjanna á reykvískum vinnumarkaði og hvaða þátt verkalýðsfélögin áttu í að skapa og við halda þessum ólíku aðstæðum. Ríkjandi þjóðfélagsviðmið gerðu ráð fyrir því að karlar ynnu sem fyrirvinna heimilisins og að konur hefðu hlutverki að gegna við baranauppeldi og heimilisstörf, en raunveruleikinn var sá að konur unnu engu að síður úti á vinnumarkaðinum. Einnig eru til skoðunar viðhorf og gjörðir félaganna beggja út frá þessum hugmyndum um hlutverk karla sem fyrirvinna heimilisins og litið til þess hvernig viðhorf félaganna birtist við stofnun þeirra og í þeim vinnudeilum sem þau háðu saman.

Samþykkt: 
  • 8.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
einkynja verkalýðsfélög.pdf702.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna.pdf540.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF