is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42771

Titill: 
  • Útvistun nýsköpunarverkefna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægi nýsköpunar í viðskiptalífi hér á landi sýnir að það er ótvíræður og mikill vilji fyrir því að hér dafni hugvitsdrifin nýsköpun. Nýsköpun verði hluti af samfélagi, menningu og efnahagslífi, og þrátt fyrir að menntunarstig sé hátt er þörf á sérfræðiþekkingu á ákveðnum sviðum. Ein leið sem fyrirtæki geta farið til að efla þekkingu sína er að úthýsa nýsköpun og í þessari rannsókn er leitast við að skilja hvernig útvistun nýsköpunarverkefna er háttað meðal íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin byggir á grunni fræðilegra kenninga opinnar nýsköpunar og sjónarmiðum útvistunar, hagfræði viðskiptakostnaðar, auðlindasýn og tengslasjónarmiði. Opin nýsköpun fjallar um hvernig fyrirtæki nýta sér markvisst innflæði og útflæði þekkingar til að efla nýsköpun. Hagfræði viðskiptakostnaðar telur nýsköpun dafna þegar viðskiptakostnaður er lágur. Megin áherslur auðlindasýnar fjalla um að fyrirtæki nýti sértækar auðlindir sínar til að ná samkeppnisforskoti. Á þeim fræðilega grunni var gerð eigindleg rannsókn og tekin ellefu viðtöl við einstaklinga sem allir unnu með útvistun nýsköpunar hjá sínum fyrirtækjum. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á hvaða ástæður liggja að baki ákvarðanatöku fyrirtækja á Íslandi og hvaða áhrif útivistun nýsköpunarverkefna hefur á nýsköpun. Gagnagreining byggði á aðferðum eigindlegra rannsókna en þar að auki setti rannsakandi fram líkan sem viðbót við bæði fræðisviðin. Líkanið er gert til samþættingar fræðisviðanna til að einfalda gagnagreiningu og auðvelda yfirsýn. Niðurstöður úr viðtölunum voru dregnar saman og gerður samanburður á fræðilegum heimildum opinnar nýsköpunar og útvistun nýsköpunar. Helstu niðurstöður benda til þess að íslensk fyrirtæki séu opin fyrir samstarfi og tilbúin að deila þekkingu og færni. Þau stunda útvistun nýsköpunar á margvíslegan hátt og virðast ekki hallast að einni ákveðinni leið frekar en annarri. Ávinningur er margvíslegur og þrátt fyrir áskoranir virðist útvistun nýsköpunarverkefna hafa jákvæð áhrif á nýsköpun almennt. Mörg tækifæri virðast vera til staðar hjá fyrirtækjum, sérstaklega með því að deila þekkingu og vannýttum hugmyndum í samstarfi við frumkvöðla. Auk þess voru vísbendingar um að útvistun nýsköpunarverkefna geti fyllt að einhverju leiti upp í það þekkingar gap sem fyrirfinnst á landinu og að útvistun nýsköpunar muni fara vaxandi í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 8.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Útvistun nýsköpunarverkefna_Hrafnhildur Svansdóttir.pdf904.33 kBLokaður til...21.10.2022HeildartextiPDF
Skemman_yfirlýsing_Hrafnhildur Svansdóttir.pdf57.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF