is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42774

Titill: 
  • Leiðin í átt að árangri. Hvað einkennir lífshlaup forstjóra á Íslandi og ávinnings tengslanets
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Líkt og annað starfsfólk á vinnumarkaði sinna forstjórar starfi sínu misvel. Þeir geta bæði rekið fyrirtæki á framúrskarandi hátt en einnig misst þau úr höndunum og allt þar á milli. Í erlendri rannsókn sem birt var í Harvard Business Review kom fram að hægt væri að skipta lífshlaupi forstjóra í fimm tímabil. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort hægt væri að skipta lífshlaupi forstjóra á Íslandi í ákveðin tímabil, líkt og í áðurnefndri rannsókn. Þá var skoðað hvað einkenndi þau helst og hvort lífshlaupið sé breytilegt eftir tímabilum. Í þessari rannsókn er einnig skoðuð sú auðlind sem tengslanet getur verið á íslenskum vinnumarkaði. Tengslanet gegna oft mjög mikilvægu hlutverki í starfi forstjóra og því getur ávinningur þeirra verið mikill, sérstaklega ef horft er til ráðninga í forstjórastöður og viðskipti. Rannsóknin bætir við bæði fræðilega og hagnýta þekkingu um lífslaup forstjóra á Íslandi og ávinning tengslanet hér á landi. Lítið er til um rannsóknir á lífshlaupi forstjóra hér á landi. Ennfremur er lítið til af gögnum hvernig íslenskir forstjóra nýta tengslanet sín og hverjir mögulegir ávinningar tengslaneta geta verið.
    Í gagnaöflun rannsóknarinnar var notuð eigindleg rannsóknaraðferð. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta forstjóra á íslenskum vinnumarkaði sem hafa starfað sem forstjórar í tíu ár eða lengur og innan sama fyrirtækis. Viðmælendur rannsóknarinnar voru valdir út frá starfsreynslu þeirra. Til að ná sem mest upplýsandi niðurstöðu á viðfangsefni þessarar rannsóknar þá gerði rannsakandi þá kröfu að notað væri ásetningar- og snjóboltaúrtak.
    Niðurstöður þessara rannsóknar benda til þess að lífshlaup Íslenskra forstjóra sé hægt að skipta niður í fjögur tímabil tímabil: brúðkaupsárin, silfurárin, sjálfsánægjðargildan og gullárin. Lífshlaup forstjórana einkennist af miklu velgengni og farsæl fyrirtæki. Velgengni Íslenskra forstjóra má rekja til sterkra stefnu fyrirtækisins, hæfum samstarfsaðilum, leiðtogahæfni og valddreifingu. Íslenski vinnumarkaðurinn tekur stöðugum breytingum og sýndu niðurstöður að tengslanet forstjóra geta bæði haft áhrif á ráðningar í störf og almennan rekstur fyrirtækisins og sé mikilvæg auðlind í störfum forstjóra. Niðurstöður gefa til kynna að forstjórar á Íslenskum markaði nýtir allar auðlindir sínar til að takast á við öll tímabil sem gengið er í gengum á lífshlaupi sínu.

Samþykkt: 
  • 8.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Ýr Jónasdóttir MS ritgerð.pdf883,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf221,77 kBLokaðurYfirlýsingPDF