Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/42780
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að segja frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á orðaforða og málfræði tveggja tvítyngdra barna sem alast upp á Íslandi. Áður en sagt er frá rannsókninni og niðurstöðum hennar er fjallað almennt um málþroska barna og tvítyngi, fjallað er um ýmsar skilgreiningar og tegundir tvítyngis og áhrif tvítyngis á málþroska barna. Í rannsókninni var leitast við að greina sérkenni í báðum tungumálum barnanna og athuga hvort einhver munur væri á málunum. Þá var einnig rætt við kennara og foreldra barnanna og leitast til þess að fá fram viðhorf þeirra til tvítyngis og fá þá til að segja frá reynslu sinni og áskorunum við uppfræðslu barnanna í tvítyngdu umhverfi. Niðurstöður rannsóknarinnar eru ræddar í samhengi við niðurstöður þeirra rannsókna á máltöku tvítyngdra barna sem fjallað er um í fræðilegum hluta ritgerðarinnar.
Leitarorð: tvítyngi, leikskólaaldur, orðaforði, málfræði.
This dissertation is a final project for the B.A. degree from the School of Humanities at the University of Iceland. In the dissertation, the language and educational characteristics of preschool children are analyzed in bilingual situations. The study sought to uncover the peculiarities of language and education of preschool children in bilingual conditions and the attitudes of teachers and parents towards bilingualism, to show their experiences and challenges in educating children in bilingual conditions. The main aim of the study was to describe the peculiarities in both languages of two bilingual children and to check if there were any differences between the languages. The study summarizes the results to gain a comprehensive knowledge of language development. Research reveals the main challenges for parents and teachers in the education of children who grow up in a bilingual environment.
Keywords: bilingualism, preschool age, vocabulary, grammar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Serkenni tungumals og menntunar leikskolabarna við aðstaeður tvityngis.pdf | 1,09 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlýsing.png | 695,88 kB | Locked | Declaration of Access | PNG |