is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42785

Titill: 
  • Arðsemi tæknilegrar greiningar: Vegin fjárfestingarstefna byggð á tæknilegri greiningu skráðra fyrirtækja á aðalmarkaði í Kauphöll Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að ígrunda aðferðir tæknilegrar greiningar á verðþróun verðbréfa. Eignasafn var útbúið og því stýrt með virkri stýringu út frá skilyrtri fjárfestingarstefnu rannsóknarinnar. Framkvæmdar fjárfestingar voru þá vegnar út frá sögulegu sambandi áhættu og ávöxtunar til takmörkunar á þeirri áhættu sem felst í fjárfestingum eignasafnsins. Að lokum var eignasafn rannsóknarinnar metið til viðmiðunar við ávöxtun íslenska markaðarins yfir tímaskeið rannsóknarinnar. Fræðileg uppbygging rannsóknarinnar miðar að skilvirkni markaða, atferlisfjármálum, tæknilegri greiningu verðbréfa og vigtun fjárfestinga. Rannsóknin leitast svara við því hvort arðsemi eignasafnsins sé meiri en arðsemi íslenska hlutabréfamarkaðarins. Kenningin um skilvirkni markaða var þá sannreynd út frá þeim fyrirsjáanleika sem greina má með uppbyggðu eignasafni rannsóknarinnar. Rannsóknin styðst við aðferð fylgnirannsókna sem talin var hentug til mats á ávöxtun eignasafnsins út frá ávöxtun íslenska hlutabréfamarkaðarins. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að gera má ráð fyrir ákveðnum fyrirsjáanleika á íslenskum hlutabréfamarkaði. Skilvirkni íslenska hlutabréfamarkaðarins var sannreynd og takmörkuð út frá umframávöxtun eignasafnsins.

Samþykkt: 
  • 9.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ardsemi taeknilegrar.pdf2.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf208.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF