is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42786

Titill: 
  • Fjármálalæsi og sparnaðarhegðun á Íslandi. Hefur fjármálalæsi áhrif á sparnaðarhegðun?
  • Titill er á ensku Financial literacy and savings behavior in Iceland. Does financial literacy affect savings behavior?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjármálalæsi er mikilvæg undirstaða þess að geta tekið góðar og skilvirkar fjárhagsákvarðanir. Fjármálalæsi byggir á skilningi á helstu fjármálahugtökum og þekkingu og hæfni til þess að beita þeim við daglegar fjárhagslegar ákvarðanir. Vegna tækniframfara og breytinga í fjármálaþjónustu bera einstaklingar nú meiri ábyrgð á eigin fjárhag og þurfa sífellt að taka áhrifaríkar fjárhagsákvarðanir heldur en áður hefur tíðkast og á það einkum við hóp yngri einstaklinga. Sparnaður og sparnaðarhegðun ræðst að miklu leyti af ástæðum og hvötum til þess að spara en sparnaður er talinn nauðsynlegur meðal annars til þess að tryggja fjárhagslegt öryggi. Rannsóknir hafa bent á að fjármálalæsi hafi jákvæð áhrif á sparnaðarhegðun þar sem að aukið fjármálalæsi veitir einstaklingum betri skilning á mikilvægi sparnaðar og leiðum til sparnaðar. Slæmt fjármálalæsi einstaklinga hefur verið sagt geta leitt til neikvæðrar sparnaðarhegðunar og auka líkur á fjárhagsvanda.
    Markmið þessarar rannsóknar er að skoða fjármálalæsi og sparnaðarhegðun. Leitast er við að skoða hvort að fjármálalæsi og sparnaðarhegðun einstaklinga sé ólík eftir kyni, aldri og tekjum, ásamt því að kanna hvort fjármálalæsi hefur áhrif á sparnaðarhegðun einstaklinga. Notast er við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningalistakönnunar til framkvæmdar þessarar rannsóknar. Við úrvinnslu gagna og framsetningu niðurstaðna er notast við bæði lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fjármálalæsi og sparnaðarhegðun þátttakenda er fremur gott samanborið við fyrri rannsóknir þessa efnis. Kyn, aldur og tekjur hafa breytileg áhrif á fjármálalæsi og sparnaðarhegðun þátttakenda. Karlar sýna fram á betra fjármálalæsi og þátttakendur á miðjum aldri ásamt því að fjármálalæsi virðist fara vaxandi með auknum tekjum. Kyn þátttakenda hefur ekki áberandi áhrif á sparnaðarhegðun en sparnaðarhegðun mældist mest meðal þátttakenda á miðjum aldri og fór einnig hækkandi með tekjum. Niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar sýna að fjármálalæsi hefur ekki marktæk áhrif á sparnaðarhegðun þátttakenda.

Samþykkt: 
  • 9.9.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Þórir Hjaltason BS ritgerð.pdf612,1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna GÞH.PDF4,99 MBLokaðurYfirlýsingPDF