Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42788
Reglugerðin um sameiginlegt rafrænt skýrslusnið (ESEF) var sett með lögum nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu. Þannig var gerð krafa til fyrirtækja sem eru skráð á skipulögðum markaði að gefa út ársreikninga sína á sameiginlegu rafrænu skýrslusniði. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hver möguleg áhrif eru af innleiðingu reglugerðarinnar á Íslandi fyrir mismunandi hagsmunahópa, svo sem útgefendur reikningsskila og notendur þeirra. ESEF reglugerðinni er ætlað að samræma sniðmát reikningsskila í Evrópu og auka gagnsæi á skipulegum markaði. Fyrri rannsóknir á bæði innleiðingu ESEF reglugerðinni og sniðmátsins sem hefur verið valið fyrir hana, XBRL, eru skoðaðar til að sjá möguleg áhrif hér á Ísland. Þá voru einnig tekin fjögur djúpviðtöl við einstaklinga úr mismunandi hagsmunahópum hér á Íslandi til að fá innsýn í upplifun þeirra á reglugerðinni, hvaða kosti og galla þeir sjá við hana og hvernig þau telji að hún muni þróast.
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að innleiðingin muni gagnast eftirlitsaðilum hvað mest þar sem þetta mun staðla gagnaskil til þeirra verulega. Þá eru einnig kostir fyrir notendur reikningsskila til að nýta sér þar sem sameiginlegt skýrslusnið getur einfaldað samanburð á milli félaga verulega. Þessari innleiðingu fylgir aukinn kostnaður fyrir útgefendur reikningsskila en sá kostnaður fer hratt lækkandi eftir fyrsta ár innleiðingarinnar. Ársreikningar í samræmi við ESEF reglugerðina geta líka boðið upp á tækifæri fyrir útgefendur reikningsskila á Íslandi, þar sem staðlaða skýrslusniðið getur aðstoðað með tungumálahindranir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sameiginlegt rafrænt skýrslusnið - ESEF á Íslandi.pdf | 993.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf | 283.97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |