Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42790
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að stækka með hverju árinu sem líður og hafa þjóðir verið að draga úr hindrunum til þess að auka innflæði erlendra fjárfesta á markaðinn. Lítið hefur verið af erlendum fjárfestum á íslenskum hlutabréfamarkaði og er margt sem hefur þar áhrif, sem dæmi fjármagnshöft og áhætta þess að fjárfesta á Íslandi. Reglugerð íslenska ríkisins á erlendri fjárfestingu hefur ekki verið góð í gegnum tíðina og er lítil hvatning fyrir erlendra fjárfesta til staðar. Viðskipti á íslenska hlutabréfamarkaðnum eru nokkuð strjál og búa því viðskipti fyrir tiltölulega lágar fjárhæðir til meiri hreyfingar í verði en venjulegt telst. Það sem einkennir íslenskan hlutabréfamarkað er lítil velta og lítill seljanleiki. Að auki er nokkur áhætta á íslenska markaðnum þá aðallega efnahagsleg og fjárhagsleg áhætta. Íslenska krónan býr einnig til gengisáhættu og ekki er til staðar skipulegur afleiðumarkaður til þess að dreifa þeirri áhættu. Til þess að sjá áhrif erlendra fjárfesta betur eru skoðuð áhrif þeirra annars staðar en á Íslandi.
Niðurstaða höfundar er að áhrif erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkað eru að mestu leyti jákvæð. Það sem var neikvætt var helst fjármagnsflótti erlendra fjárfesta í efnahagshruni sem leiðir til enn meiri gjaldeyrisvanda. Helsti kostur erlendra fjárfesta er að þeir ýta undir skilvirkni markaða, þeir einnig hjálpa við áhættudreifingu. Því eru áhrif erlendra fjárfesta jákvæð, hins vegar er hlutdeild erlendra fjárfesta á íslenska hlutabréfa markaðnum einungis 5% sem er mjög lítið miðað hin löndin á Nasdaq Nordic markaðnum þar sem hlutdeildin er að meðaltali 72%. Enn eru hömlur til staðar og búa þyrfti til frekari hvatningu fyrir erlenda fjárfesta á íslenskum markaði. Þar sem þeir eru fáir, hafa þeir lítil áhrif á íslenskan hlutabréfamarkað.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
GEG yfirlysing.pdf | 168.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lokaskil - Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.pdf | 444.49 kB | Lokaður til...09.09.2023 | Heildartexti |