is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4280

Titill: 
  • Atriði sem tengjast hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er kanna hvað hefur áhrif á hollustu (commitment) og tryggð (loyalty) knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu. Í rannsóknni er farið yfir hvaða einkenni leikmanna og starfsumhverfis þeirra tengjast ólíkum tegundum hollustu. Miðað er við að tryggð leikmanna fari eftir tegund hollustu þeirra og rætt um brot á sálfræðilega samningnum (psychological contract) sem brot á tryggð. Spurningalisti var sendur leikmönnum efstu deildar karla í knattspyrnu. 249 leikmenn voru í úrtakinu og tóku 154 þátt í rannsókninni. Tilgáta eitt er að uppaldir leikmenn eru tilfinningabundið hollari (affective committed) en aðrir og stóðst hún. Tilgáta tvö er að sálfræðilegir gjaldmiðlar (socio-emotional currencies) tengist tilfinningabundinni hollustu leikmanna og stóðust nær allir hlutar hennar. Tilgáta þrjú er að viðskiptabundnir gjaldmiðlar (economic currencies) og önnur atriði sem binda leikmanninn hjá félaginu án tilfinningasambands tengist stöðubundinni hollustu (continuance commitment) leikmanna. Einungis einn hluti tilgátu þrjú stóðst. Tilgáta fjögur er að ákveðin einkenni knattspyrnumanna tengist skyldubundinni hollustu (moral commitment) leikmanna til félags. Engir hlutar tilgátu fjögur stóðust. Niðurstöður gefa meðal annars til kynna að með því að skapa fjölskyldumenningu og/eða auka stuðning frá stjórn félags og áhorfendum er hægt að gera leikmenn hollari og tryggari gagnvart félagi sínu.

Samþykkt: 
  • 13.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_fixed.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna